Fjarvistarsamtal

Þjónustubeiðni


Áður en leitað er til Vinnuverndar er mælst til að samtal hafi átt sér stað innanhúss þar sem starfsmanni er gert ljóst að fjarvera hans er komin yfir skilgreind mörk. Hlutverk Vinnuverndar er að veita fyrirtækjum og starfsmönnum stuðning og ráðgjöf, með það að markmiði að draga úr fjarvistum starfsfólks. Að loknu fjarvistarsamtali verður yfirmanni og starfsmanni send samantekt þar sem helstu atriði sem rætt var um koma fram ásamt markmiðum. Mikilvægt er að samtalið haldi áfram innanhúss í kjölfarið. Að þremur mánuðum liðnum mun Vinnuvernd fylgja fjarvistarsamtalinu eftir með símtali til yfirmanns og starfsmanns þar sem athugað er hvernig hefur gengið og hvort sé verið að vinna að þeim markmiðum sem sett voru í samtalinu. 

Athugið að mikilvægt er að upplýsa starfsmann um að viðkomandi verður boðaður í viðtal til Vinnuverndar. Ef Vinnuvernd er ekki að sjá um fjarvistarskráningu fyrir þitt fyrirtæki, vinsamlega sendið yfirlit yfir fjarvistir viðkomandi starfsmanns síðustu 6 – 12 mánuði með þessari beiðni.

Vinsamlegast fylliið út neðangreindar upplýsingar er tengjast beiðni um fjarvistarsamtal.