Ráðleggingar

Heilbrigði á ferðalögum

Mikilvægt er að vera frískur á ferðalögum og nauðsynlegt er að þekkja helstu áhættuþætti og láta bólusetja sig gegn sjúkdómum sem landlægir eru á ýmsum svæðum, einkum í þróunarlöndum. Sjúkdómar og veikindi fólks í öðrum löndum eru sjaldnast á dagskrá fjölmiðla nema þegar hungursneyð, náttúruhamfarir eða stríð geysa. Hinn daglegi veruleiki er þó að þjóðir þróunarlanda búa við lélegri vatnsveitur og fráveitur, geymslu og dreifingu matvæla er ábótavant og moskítóflugur og ýmsar aðrar smitferjur eru á hverju strái.


Grundvallaratriði áður en lagt er af stað

 • Fyrri bólusetningar
 • Hvert er ferðinni heitið
 • Hvert er erindið og hversu löng er áætluð dvöl
 • Hvaða landlægu sjúkdómar eru á tilteknu landsvæði
 • Mikilvægt er að panta tímanlega í bólusetningu vegna ferða til Suður-Asíu og Afríku
 • Ráðlagt er að bólusetja vegna ferða til Asíu, Mexikó, Mið- og Suður-Ameríku
 • Þegar dvalið er á ákveðnum svæðum í Mið-Evrópu er æskilegt að fólk sé búið að láta bólusetja sig
 • Ráðleggingar Ferðaverndar og ávísun á viðeigandi lyf vegna matarsýkinga, flugnabita og háfjallaveiki geta skipt sköpum

Hvernig forðast maður veikindi?

 • Fáðu nauðsynlegar bólusetningar eða viðeigandi lyf
 • Lömunarveiki, stífkrampi, barnaveiki, lifrarbólga A, lifrarbólga B, taugaveiki, mýgulusótt, japönsk heilabólga, heilahimnubólga, hundaæði, kólera, malaria ofl.
 • Hreint drykkjarvatn
 • Innsiglaðar flöskur eða soðið í 3-5 mínútur.

Matur

 • Forðist mat á götunni,  ekki borða hrátt (þetta á líka við um grænmeti), ekki borða kaldan mat, ekki kaldar sósur, ekki klaka í drykki, ekki ís úr vél eða af götunni.
 • Nýsoðinn matur er öruggastur.
 • Skrældu sjálf/ur ávexti.
 • Ekki borða ávexti með hýðinu.

Sól og húðumhirða

 • Verðu þig gegn skortdýrabitum
 • Hyldu húðina með klæðum í ljósakiptunum og eftir myrkur. Nota úða eða smyrsl á óvarða húð, hendur og andlit.
 • Ef notaður er úði þá er best að úða í lófa og nudda svo á andlit til að forðast að fari í augu. Úði eða krem með DEET 30-50% veitir bestu vörnina.
 • Taktu malaríutöflur þegar við á.
 • Varastu sólina
 • Húðin er viðkvæmari fyrir sólinni því ljósari sem hún er. Vertu aðeins í stuttan tíma í einu allavega fyrst um sinn og notaðu ávallt sólarvörn.

Vökvatap

 • Í miklum hita er hætta á að þú tapir bæði vökva og salti út með svita.
 • Drekktu vel og auktu saltneyslu til að koma í veg fyrir vökvatap.

Hreinlæti

 • Við frumstæð skilyrði skal ávallt hafa hreinlæti í fyrirrúmi. Alltaf að þvo hendur áður en þú matast eða matreiðir.