Sérsniðin þjónusta

Bólusetningar og ráðgjöf vegna ferðalaga eða dvalar erlendis þarf að sníða að þörfum hvers og eins, með tilliti til aldurs og heilsufars, landsvæðis, dvalartíma, hvernig ferðast er og þess hvað á að gera á svæðinu og hvort sérstakar kröfur eru gerðar á staðnum. Tveir menn á ferð til sama svæðis þurfa oft ekki sömu þjónustu.

Ferðavernd sinnir einstaklingum, fjölskyldum, íþrótta- og skólahópum og starfsmönnum fyrirtækja og stofnana.