Fluglæknar hjá Vinnuvernd

Til að starfa sem fluglæknir með full réttindi þarf að taka tvö námskeið sem taka tvær vikur hvort. Eingöngu er boðið uppá slík námskeið erlendis. Um bóklegt nám er að ræða auk verklegra æfinga. Standast þarf próf í lokin samkvæmt reglum EASA. Síðan þarf leyfi Samgöngustofu fyrir starfsemi þar sem þarf að standast kröfur um aðstöðu og réttindi. Leyfi Samgöngustofu er gefið út til þriggja ára í senn og á þeim tíma þarf að uppfylla kröfur um lágmarksfjölda skoðana auk endurmenntunar.

Sérfræðingar í atvinnusjúkdómum hafa leyfi til að gera cabin crew skoðanir.

Atli Einarsson, hjartalæknir tók fyrra námskeiðið hjá norska Flughernum í Noregi vorið 2014 og seinna námskeiðið hjá Lufthansa í Þýskalandi í desember 2014.

Þorvaldur Magnússon, lyf- og nýrnalæknir tók fyrra námskeiðið hjá Konunglega hollenska flughernum í Hollandi og lýkur seinna námskeiðinu hjá Lufthansa í Þýskalandi í desember 2016.

Helgi Guðbergsson, sérfræðingur í atvinnu- og umhverfissjúkdómum hefur leyfi til að gera cabin crew skoðanir.

Hjúkrunarfræðingar Vinnuverndar framkvæma rannsóknir í tengslum við skoðun og vinna náið með fluglæknum Vinnuverndar.

Heilbrigðisskoðanir fyrir flugið fara fram í húsnæði Vinnuverndar í Holtasmára 1 í Kópavogi

Tímapantanir í síma 578 0800

Heilbrigðisskoðanir fyrir flugið fara fram í húsnæði Vinnuverndar ehf. í Holtasmára 1 í Kópavogi.

Tímapantanir í síma 578 0800