Heilbrigðisskoðanir

HEILBRIGÐISSKOÐANIR FYRIR FLUGIÐ

Vinnuvernd býður uppá heilbrigðisskoðanir einkaflugmanna, atvinnuflugmanna, flugumferðastjóra og flugfreyja samkvæmt reglum EASA (1178/2011).

  • Class 1 skoðanir atvinnuflugmanna (ATPL,CPL) eru ítarlegustu heilbrigðisskoðanirnar þar sem gerðar eru mestar kröfur til heilbrigðis. Gildir í 1 ár fram til 60 ára aldurs þegar gildistíminn verður 6 mánuðir. Single pilot skírteini gilda í 1 ár fram til 40 ára þegar gildistíminn verður 6 mánuðir.
  • Class 2 skoðanir einkaflugmanna (PPL) hafa mismunandi gildistíma eftir aldri. Flugnemar þurfa að hafa class 2 heilbrigðisvottorð áður en þeir fara í sóloflug.
  • Class 3 skoðanir flugumferðastjóra (ATC) eru sambærilegar við class 1 skoðanir enda gerðar sömu kröfur til heilbrigðis. Gildistími fer eftir aldri.
  • Cabin crew skoðanir gilda í 5 ár óháð aldri.


Helstu rannsóknir auk læknisskoðunar eru hjartalínurit og heyrnarmæling auk blóðrannsóknar. Hvort og hvaða rannsóknir eru gerðar fer eftir tegund heilbrigðisskírteinis auk aldurs. Einnig getur þurft að gera fleiri sérhæfðar rannsóknir ef ástæða er til.

Heilbrigðisskoðun er ítarleg skoðun sem framkvæmd er af fluglækni og hjúkrunarfræðingi. Í  skoðuninni er farið í gegnum öll þau atriði sem heilbrigðisvottorð þarf að innihalda samkvæmt gildandi reglugerð.

 

Heilbrigðisskoðanir fara fram í húsnæði Vinnuverndar ehf. í Holtasmára 1.

Tímapantanir í síma 578 0800