UNDIRBÚNINGUR FYRIR SKOÐUN

Mikilvægt er að hafa með sér gild persónuskilríki.

Jafnframt þarf að taka með síðasta heilbrigðisvottorð. Þar kemur fram hvenær síðustu rannsóknir voru gerðar auk gildistíma og hvort einhverjar takmarkanir séu til staðar.

Rétt er að taka fram að hægt er að mæta í heilbrigðisskoðun 45 dögum fyrir lok gildistíma án þess að það hafi áhrif á næsta gildistíma.

Upplýsingar um heiti og skammta ef viðkomandi tekur lyf.

Heiti á heilbrigðisstofnun og lækni ef viðkomandi hefur verið til meðferðar frá síðustu skoðun.

Einnig þarf að taka með sér gleraugu eða linsur sem eru notaðar. Gera þarf sjónmælingu hjá þeim sem nota gleraugu eða linsur að staðaldri og það gert á staðnum hjá Vinnuvernd.

Tímapantanir í síma 578 0800