23.09.2017

Andlegt heilbrigði

Andlegt heilbrigði þróast í gegnum lífið allt af þeim félagslegu samböndum og upplifunum sem við eigum t.d skólagöngu, vinum, fjölskyldulífi og vinnu. Andlegt heilbrigði skiptir sköpum fyrir hvernig okkur líður, hugsum og skiljum umhverfi okkar og er nátengt þátttöku, virkni og sköpun, ásamt getu okkar til að sýna samhygð.

Verum virk

Það er hægt að vera virkur á margan máta, líkamlega, félagslega og andlega. Þetta snýst um allt frá hlaupatúr og til rólegheita og samveru.

Líkamlega virk:  fara í göngutúr, spila fótbolta, vinna í garðinum, synda, dansa eða laga til í skúrnum.

Félagslega virk: með því að eyða tíma með fjölskyldu, vinum og samstarfsfólki,  tala við nágrannann, syngja í kór, ofl.

Andlega virk: með að lesa bók, leysa krossgátu, spila spil, fara í bíó eða á safn, laga hjólið. Gera eitthvað sem krefst einbeitingar.

Rannsóknir sýna að fólk sem er líkamlega, félagslega og andlega virkt hefur betri andlega líðan en þeir sem ekki gera það. Þegar við erum virk líður okkur betur, við erum glaðari og eigum auðveldara með að leysa verkefni okkar. Þar að auki hefur virkni góð áhrif á kvíða og þunglyndi.

Gerum eitthvað saman

Verum með vinum og fjölskyldu, skráum okkur í nýjan klúbb eða tökum þátt í viðburðum í nærumhverfi okkar. Félagslegu tengsl okkar t.d. við fjölskyldu, vini, samstarfsmenn og nágranna hefur mikla þýðingu fyrir andlega líðan okkar. Það styrkir sjálfsmynd okkar og sjálfsálit að vera meðlimur í mismunandi félagsskap. Því fleiri góð félagsleg tengsl sem við höfum því betur stöndum við með að takast á við þær áskoranir sem lífið býður uppá.

Gerum eitthvað sem gefur okkur tilgang

Setjum okkur markmið, stór og smá, sinnum áhugamálum eða styðjum gott málefni, gerumst sjálfboðaliðar eða lærum eitthvað nýtt. Þarf ekki að vera neitt rosalegt, getur verið allt frá því að baka köku, laga stól, gera vel í starfi eða læra nýtt tungumál – eitthvað sem veitir tilgang og lífsgleði.

Með kveðju, Jakob Gunnlaugsson, sálfræðingur

Prentvæn útgáfa (PDF)