04.03.2020

Handþvottur - Veggmynd vegna COVID-19

Snerting er algengasta smitleið sýkla milli manna og því er handþvottur mikilvægasta sýkingavörnin.

Með handþvotti verndar þú heilsu þína og annarra auk þess að draga úr líkum á sýkingu eins og COVID-19 og inflúensu.

Á vinnustaðum er mikilvægt að allir séu meðvitaðir því með handþvotti er hægt að hindra að sýklar berist milli manna.

Hér að neðan er hægt að sækja veggmynd fyrir vinnustaðinn sem öllum er frjálst að nýta að vild.

PDF - Prentvæn útgáfa