18.09.2017

Hléæfingar - Veggmynd

Rannsóknir hafa sýnt að hléæfingar geta dregið verulega úr líkamlegri þreytu og óþægindum m.a. á háls- og herðasvæði. Með léttum æfingum sem gerðar eru í vinnutíma örvum við blóðflæði til vöðva og drögum þar með úr þreytu og óþægindum. Einfaldasta og ódýrastra lausnin á „vöðvabólgunni eru léttar æfingar sem þú getur gert í vinnutímanum. Hér að neðan eru nokkrar hugmyndir. Mundu að gera aldrei meira en þú treystir þér til og þetta eru léttar æfingar, engin átök!

Prentvæn útgáfa (pdf)

Mikilvægt að hafa í huga þegar teygt er:

  • Taktu því rólega
    • Við teygjum ekki hraðar en vöðvinn gefur eftir
  • Haltu hverri teygju í 15 sekúndur, slakaðu á og endurtaktu alls 3x
    • Á þennan hátt eiga vöðvarnir auðveldara með að slaka á og teygjan verður áhrifaríkari
  • Vandaðu þig og gættu að líkamsstöðunni meðan teygt er
  • Teygjur eiga ekki að framkalla verki eða óþægindi