20.09.2017

Inflúensa - Veggmynd

Inflúensa gengur yfir norðurhvel jarðar á tímabilinu október til mars. 

Einkenni koma oftast snögglega með háum hita, skjálfta, höfuðverk, beinverkjum, hnerra, hósta eða hálssærindum. 

Einstaklingar með inflúensu geta smitað sólarhring áður en einkenna verður vart, eru mest smitandi við upphaf einkenna og geta dreift smiti í allt að 3-5 daga eftir að veikindi hefjast. 

Helstu smitleiðir inflúensuveirunnar eru tvær, með höndum og með lofti sem dropa- eða úðasmit.

Nokkur ráð til að verjast smiti (pdf)