09.01.2018

Trúnaðarlæknir tekur til starfa á Akureyri

Björg Ólafsdóttir, sérfræðingur í heimilislækningum hefur tekið til starfa á vegum Vinnuverndar ehf. á Akureyri. Það eru fjölmörg verkefni sem bíðar á Norðurlandi og ánægjulegt að geta sinnt svæðinu betur en áður. Við bjóðum Björgu hjartanlega velkomna í öflugt læknateymi okkar sem styrkist nú enn frekar!

Trúnaðarlæknar sinna fjölbreyttri og mikilvægri þjónustu við fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög og snýr þjónustan bæði að starfsmönnum og stjórnendum auk þess sem trúnaðarlæknir sinnir heilbrigðisskoðunum.

Við hvetjum vinnustaði á Norðurlandi til þess að kynna sér þessar viðbótarþjónustu Vinnuverndar nánar. Hægt er að senda okkur línu á vinnuvernd@vinnuvernd.is eða slá á þráðinn í síma 578 0800.