12.09.2018

Vinnuvernd ehf. fær Deloitte í lið með sér við innleiðingu nýrrar persónuverndarlöggjafar

Við hjá Vinnuvernd ehf. höfum fengið endurskoðunar- og ráðgjafafyrirtækið Deloitte til þess að aðstoða okkur við að innleiða nýja persónuverndarlöggjöf.

Liður í því er að kortleggja vinnslu með persónugreinanlegar upplýsingar innan fyrirtækisins og yfirfara verklag í samræmi við körufur löggjafarinnar.

Nýlega var verkefnið kynnt fyrir starfsfólki Vinnuverndar og næstu skerf eru vinnustofur með ráðgjöfum Deloitte. Ljóst er að verkefnið er spennandi og mikilvægt fyrir Vinnuvernd ehf. að standast allar kröfur er varða persónuvernd.