Álags- og streitustjórnun

Markmiðið með álags- og streitustjórn er ekki að koma í veg fyrir alla streitu heldur að búa fólk undir að takast á við streitu þegar hún veldur hindrunum í starfi. Mikilvægur þáttur í að virkja mannauð fyrirtækja er að greina helstu streituvalda innan fyrirtækis og í kjölfarið að takast á við þá.

Einstaklingsmiðuð streitugreining metur streitu hjá starfsmönnum með tilliti til frammistöðu í starfi og aðstoðar starfsmenn við að takast á við orsakavalda streitunnar.