Heilsubótin

Heilsubót felur í sér innleiðingu á hreyfikeppni/áskorun á vinnustaðnum sem miðar að því að allir starfsmenn geti tekið þátt á jafnréttisgrunni. Hluti Heilsubótar geta verið heilsufarsmælingar á vinnustað fyrir og eftir að keppni lýkur, en gaman er að sjá mun á útkomu í lokin.

Heilsubótin er EKKI megrunararátak. Hún er hugsuð sem hvatning sem fær fólk til að hreyfa sig á hverjum degi og að gera hreyfingu að daglegum venjum.  Mikilvægt er að hreyfingin sé eitthvað sem veitir ánægju og vellíðan.

  Markmið Heilsubótar:

  • Hvetja fólk til að hreyfa sig daglega í a.m.k. 30 mínútur.
  • Efla hreyfingu á vinnustað, auka samheldni og vera til fyrirmyndar
  • Gera hreyfingu að daglegri venju.

Á meðan á Heilsubótinni stendur er í boði  ýmiskonar fyrirlestrar og ráðgjöf ásamt aðstoð við að finna hreyfingu við hæfi. Dæmi um fræðsluerindi; svefn og svefnvenjur, lífsstíll og hreyfing, næring og heilsa, stoðkerfisverkir, streita í annríki nútímans.

Vinnuvernd sér um að útbúa flott veggspjald með nöfnum þátttakenda og framvindu, sem haft er sýnilegt á vinnustaðnum á meðan Heilsubótinni stendur.