Heilsuefling á vinnustað

Starfsmenn Vinnuverndar aðstoða  og veita fyrirtækjum ráðgjöf  við að skipuleggja og framkvæma heilsueflingu á vinnustað.

Heilsuefling er áætlun og framkvæmd til lengri tíma sem miðar að því að viðhalda breytingu til batnaðar. Heilsuefling á vinnustöðum er ætlað að efla mannauð vinnustaða með bættri heilsu og líðan. Hún er því góð fjárfesting í mannauði og ef vel er að staðið er líklegt að hún skili ávinningi fyrir vinnustaðinn, starfsmenn og samfélagið í heild.

Dæmi um árangur heilsueflingar:

  • Betri heilsa og aukin vellíðan
  • Færri veikindafjarvistir
  • Jákvæðara viðhorf
  • Aukin almenn þáttaka
  • Aukin meðvitund stjórnenda og starfsmanna

Aukin starfsánægja hefur keðjuverkun út í samfélagið og er þáttur í að auka lýðheilsu okkar allra.

Hafðu samband til að heyra hvernig Vinnuvernd getur komið að heilsueflingu á þínum vinnustað.