Heilsufarsmælingar

Vinnuvernd býður upp á faglegar heilsufarsmælingar inni á vinnustöðum. Heilsufarsmælingar eru framkvæmdar af hjúkrunarfræðingum og tekur hver skoðun um 15 mínútur. Starfsmaðurinn fær þannig upplýsingar um líkamlegt ástand sitt sem eru trúnaðarmál á milli viðkomandi starfsmanns og hjúkrunarfræðings. Vinnustaðurinn fær upplýsingar um stöðu hópsins.

Grunnmælingar

  • Hæð og þyngd, reiknaður út líkamsþyngdarstuðull (BMI)
  • Mittismál
  • Blóðþrýstingur
  • Kólesteról

Til að gera enn betur 

  • Blóðsykur
  • Blóðrauði
  • Þolpróf
  • Öndunarpróf
  • Heyrnarpróf
  • O.fl.

Ráðgjöf er veitt á staðnum og spurningum svarað.

Allar upplýsingar um heilsufar einstaklinga, niðurstöður úr heilsufarsmælingum og aðrar persónulegar upplýsingar eru trúnaðarmál viðkomandi einstaklings og starfsmanna Vinnuverndar.