Heilsufarsmat

Nýtt hjá Vinnuvernd er heilbrigðismat sem lagt er fyrir starfsfólk fyrirtækja og stofnana og er framkvæmt á vinnustað. Matið er lagt fyrir samhliða heilsufarsmælingum.

Farið er yfir útkomu með hverjum og einum og jafnframt hvernig viðkomandi getur bætt og aukið eigin ábyrgð á eigin heilsu og lífsstíl.

Með þessu móti fær starfsmaður enn persónulegri þjónustu og heildstæðara mat á eigin heilsu og líðan og betri ráðgjöf í framhaldi.

Niðurstaðan úr heilsufarsmatinu er trúnaðarmál milli starfsmanns Vinnuverndar og viðkomandi starfsmanns.