Heilsustefna

Vinnuvernd aðstoðar við gerð og útfærslu heildrænnar heilsustefnu í samvinnu við fyrirtæki og stofnanir. Þar er farið yfir áhersluatriði viðkomandi fyrirtækisins í vinnuverndarmálum og áherslur vinnustaðarins í þáttum er lúta að heilsu starfsmanna og vinnuumhverfis. Í auknum mæli er skýr heilsustefna orðin liður í mannauðsmálum fyrirtækja, enda bæði gagnleg og þægindarauki fyrir stjórnendur svo og starfsmenn viðkomandi vinnustaðar.