Kannanir / Árangursmat

Starfsmenn Vinnuverndar hafa um nokkurt skeið gert heilsufarstengdar kannanir meðal starfsfólks fyrirtækja, stofnana og sveitarfélaga.

Spurningakannanir má  nota á ýmsan hátt t.d. til að:

  • Greina
  • Skerpa á markmiðssetningu
  • Fá skýrari niðurstöður við árangursmat verkefna
  • Bera saman mismunandi starfshópa

Vinnuvernd leggur mikið upp úr trúnaði og öruggri meðferð allra upplýsinga auk þess að virða lög um persónuvernd og meðferð slíkra upplýsinga. Við úrvinnslu, geymslu og framsetningu er þess gætt að ekki sé hægt að rekja svör til einstakra svarenda.

Með breytingum á lögum um aðbúnað, öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum og tilkomu áhættumats í fyrirtækjum eru kannanir enn mikilvægari en áður fyrir fyrirtæki til að fá skýrari upplýsingar. Þannig má ná betri árangri við greiningu og ákvarðanatöku við lausn mála.