ATVINNUTENGDAR HEILSUFARSSKOÐANIR

Vinnuvernd býður nú heilsufarsskoðun sem sérstaklega hefur verið útfærð með störf í iðnaði og framleiðslu í huga. Einnig á skoðunin vel við þar sem líkamlegt álag er umtalsvert auk atvinnugreina þar sem hávaði og ryk er þekkt í vinnuumhverfi.

Sérstök áhersla er lögð á að fara yfir heilsufar og heilsufarslega áhættuþætti í starfsumhverfi auk þess sem heilsufarslegir þættir eru metnir.

Ýtarleg skýrsla er unnin úr meðaltölum og heilsufarsvandamálum sem orsakast af vinnuumhverfi.


Meðal þess sem er metið:

  • Tengsl heilsufars og vinnuumhverfisþátta
  • Heilsufarssaga og líðan
  • Blóðþrýstingur
  • Blóðsykur
  • Kólesteról
  • Heyrn
  • Lungnastarfsemi
  • Stoðkerfi
  • Aðrir þættir sem við eiga hverju sinni

Markmiðið með atvinnutengdum heilsufarsskoðunum er ekki síst það að hægt sé að grípa inn í, í tíma ef upp koma vandamál sem tengjast þessum þáttum. Það getur komið í veg fyrir það að starfsfólk  fari frá vinnu tímabundið eða til lengri tíma.

Hvar eiga atvinnutengdar heilsuskoðanir sérstaklega við:

Í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð, vélsmíði og vélaviðgerðum,  efna-, málm-, matvæla- og drykkjarvöruiðnaði, á leikskólum, í veitustarfsemi, samgöngum og flutningum, landbúnaði og skógrækt, fiskveiðum og fiskvinnslu.