BÓLUSETNINGAR

Inflúensubólusetningar

Vinnuvernd býður fyrirtækjum upp á árlegar inflúensubólusetningar. Hjúkrunarfræðingur kemur á vinnustað og bólusetur starfsmenn sem það kjósa og er fyrirhöfn starfsmanna því  í lágmarki. Yfirleitt er bólusett á tímabilinu september fram í nóvember og er árleg bólusetning talin auka ónæmi einstaklinga og fækka inflúensutilfellum yfir ævina. Hagur einstaklinga og fyrirtækja af bólusetningum getur því verið mikill.


Ferðamannabólusetningar

Bólusetningar og ráðgjöf vegna ferðalaga erlendis er mikilvægur þáttur í að fyrirbyggja smitsjúkdóma á ferðalögum. Þjónustan er veitt hjá Ferðavernd sem er hluti af starfsemi Vinnuvernar og er staðsett í húsnæði Vinnuverndar í Holtasmára 1.

Lögð er áhersla á að sníða þjónustuna að þörfum hvers og eins hvort heldur er vegna skemmtiferða, íþrótta- og keppnisferða, náms- eða ráðstefnuferða, funda, viðskipta- eða annarra vinnuferða. Sömuleiðis þegar um lengri dvöl er að ræða vegna skólavistar, hjálparstarfs, friðargæslu, vinnu eða starfsemi fyrirtækja í útlöndum.

Auk bólusetninga er ekki síður mikilvægt að undirbúa ferðafólk með ráðum til að forðast ýmsa kvilla svo sem matarsýkingar, flugnabit og háfjallaveiki og láta það hafa viðeigandi lyf sem óskað er eftir, til dæmis háfjallalyf, lyf gegn malaríu o.fl.

Aðrar bólusetningar

Vinnuvernd býður fyrirtækjum upp á bólusetningar fyrir hópa sem starfa í umhverfi þar sem aukin hætta er á smiti. Meðal þeirra hópa eru heilbrigðisstarfsfólk, lögreglumenn, slökkviliðsmenn, flugmenn og starfsfólk flugfélaga, starfsmenn við frárennsli og sorphirðu. Helstu sjúkdómar sem bólusett er gegn hjá mismunandi starfshópum eru lifrabólga A og B, stífkrampi o.fl.