FJARVISTASKRÁNING

Fjarvistarskráning Vinnuverndar er þjónusta sem hentar vel fyrirtækjum þar sem fjarvistir eru tíðar. Einnig vinnustöðum sem reka margar starfsstöðvar og eru með síbreytilegt vinnuafl s.s. hótel, veitingastaði, þjónustufyrirtæki, leikskóla og fyrirtæki í umönnunar þjónustu.

Með fjarvistarskráningu Vinnuverndar eru fjarvistir skráðar og starfsmönnum boðin ráðgjöf um heilsufar og lífsstíl.

Starfsmenn tilkynna veikindi til Vinnuverndar og velja sjálfir hvort þeir gefa upp ástæður veikinda. Fyrirtæki fær upplýsingar frá Vinnuvernd um hvaða starfsmenn voru frá á hvaða tíma.


AF HVERJU FJARVISTARSKRÁNING?

Það reynist mörgum vinnustöðum erfitt halda utanum fjarvistir og að ná tökum á fjarveru starfsmanna frá vinnu. Margar ástæður geta verið fyrir fjarveru og veikindum starfsmanna og því er mikilvægt að geta kortlagt stöðu viðverumála enda er launakostnaður stærsti útgjaldaliður flestra fyrirtækja.

Megin markmið fjarvistaskráningar er að draga úr fjarvistum á vinnustað og gæta jafnræðis í tengslum við fjarvistir. Fjárhagslegur ávinningur þjónustunnar getur orðið umtalsverður.

Vinnuvernd aðstoðar fyrirtæki við að ná yfirsýn yfir fjarvistir í fyrirtækinu, mótun fjarverustefnu og framkvæmd fjarverusamtala.

Í fjarvistakerfi Vinnuverndar er fylgst sérstaklega með Bradford-stuðli. Stuðullinn sýnir fram á áhrif fjarveru hvers starfsmanns á starfsemina. Fyrirtæki í fjarvistaskráningu fá yfirlit yfir Bradford-stuðul allra starfsmanna reglubundið. Stuðullinn er gagnlegt hjálpartæki til að átta sig á umfangi fjarvista og vægi þeirra. Með því að nýta Bradford-stuðulinn í tengslum við fjarvistaskráningu er hægt að bregðast við fyrr en áður og vinna markvissar í tengslum við fjarverumál á vinnustað.

Fulls trúnaðar er gætt gagnvart starfsmönnum og er ávinningur af þjónustunni fyrir starfsmenn, stjórnendur og fyrirtækið sjálft.

FJARVERUSTEFNA

Vinnuvernd aðstoðar fyrirtæki við gerð fjarvistastefnu, þar sem sett er fram á skýran hátt hver stefna fyrirtækisins er varðandi fjarveru frá vinnu, s.s. hvernig vinnustaðurinn bregst við tíðum skammtíma- sem og langtíma fjarvistum. Með slíkri stefnu getur vinnustaðurinn kerfisbundið unnið að bættu starfsumhverfi. Með skýrri stefnu samhæfir vinnustaðurinn  viðbrögð sín, sem eykur öryggi þar sem að starfsfólk er upplýst um þær aðgerðir og bjargræði sem eru til staðar hverju sinni.

Með vandaðri fjarverustefnu má tryggja jafnræði við meðhöndlun fjarvista.

FJARVERUSAMTÖL

Vinnuvernd býður auk þess fyrirtækjum að annast fjarverusamtöl fyrir einstaklinga sem eru með tíðar fjarvistir. Fjarverusamtöl eru tekin af vinnusálfræðingi og/eða hjúkrunarfræðingi og eru mikilvægt tæki til þess að meta orsakir fjarvista og byggja á þeim leiðir til úrbóta. Samtölin miða að því fyrirbyggja langvinn veikindi eða erfiðleika en þannig er hægt aðstoða starfsmenn við að sinna starfi sínu betur, vinna að bættri líðan og draga úr kostnaði fyrirtækis sem af fjarveru stafar.