HEILBRIGÐISÞJÓNUSTUVER

FJARVISTASKRÁNING

Fjarvistaskráning Vinnuverndar er þjónusta sem hentar vel fyrirtækjum sem reka margar starfsstöðvar og eru með síbreytilegt vinnuafl. Með fjarvistaskráningu Vinnuverndar eru fjarvistir ekki einungis skráðar heldur er starfsmönnum boðin ráðgjöf um heilsufar, lífsstíl og boðin læknisfræðileg aðstoð ef þörf er á þannig að hver og einn geti sinnt sínu starfi vel.
Starfsmenn tilkynna veikindi til Vinnuverndar og velja sjálfir hvort þeir gefa upp ástæður veikinda. Fyrirtæki fær upplýsingar frá Vinnuvernd um hvaða starfsmenn voru frá á hvaða tíma.
Danskar rannsóknir sýna að fjarvistaskráning getur stuðlað að fækkun fjarvistardaga.


HEILBRIGÐISRÁÐGJÖF HJÚKRUNARFRÆÐINGS

Þjónustan byggir á ráðgjöf hjúkrunarfræðinga í gegnum síma. Starfsmönnum stendur til boða
ráðgjöf alla virka daga þar sem þeir geta fengið svör við spurningum sem tengjast
heilsufari og líðan.

Allar upplýsingar um heilsufar einstaklinga eru trúnaðarmál viðkomandi einstaklings og starfsmanna Vinnuverndar.