Læknisskoðanir

Heilbrigði og vellíðan í starfi er sívaxandi þáttur í mannauðsstjórnun fyrirtækja. Reglubundið heilsufarseftirlit leiðir til betri heilsu starfsmanna og getur komið í veg fyrir ótímabær veikindi auk þess sem það stuðlar að aukinni starfsgetu, bættri líðan og færri fjarvistum.

Niðurstöður læknisskoðana eru trúnaðarmál viðkomandi starfsmanns og lækna Vinnuverndar.


Læknisskoðun nýrra starfsmanna

Læknisskoðun metur almennt heilsufar og er hluti af ráðningarferlinu. Tekin er ítarleg heilsufarssaga, framkvæmd nákvæm læknisskoðun og gerðar viðeigandi rannsóknir m.t.t. eðli starfsins og annars sem tilefni er til hverju sinni. Læknisskoðun við nýráðningu er mikilvæg sem hluti af ráðningarferli. Athugunin getur leitt í ljós vankanta eða óhæfi starfsmanns til ákveðinna starfa, hjálpað stjórnendum við að velja starf eða vettvang fyrir viðkomandi, sem og verið umsækjandanum ómetanleg sem heilsufarsathugun og ráðgjöf.

Starfshæfnismat - starfshæfnisvottorð

Læknar Vinnuverndar framkvæma starfshæfnismat að beiðni stjórnenda hjá þeim fyrirtækjum sem hafa samning um trúnaðarlæknisþjónustu. Fjölmargir kjarasamningar kveða á um að starfsmaður sem verið hefur óvinnufær vegna veikinda eða slysa megi ekki hefja starf að nýju nema trúnaðarlæknir votti að heilsa hans leyfi.

Sérhæfðar og lögbundar læknisskoðanir

Hjá mörgum starfsstéttum er heilsufarseftirlit lögbundið vegna eðli starfa. Einnig getur niðurstaða áhættumats gert læknisskoðun og/eða annað heilsufarseftirlit nauðsynlega.

Læknar Vinnuverndar bjóða upp á sérhæfðar skoðanir mismunandi starfsstétta eftir því sem lög og reglugerðir mæla fyrir um og þörf er á hverju sinni.

Hér er boðið upp á mikilvægan þátt í heilbrigðiseftirliti sem hefur mikla öryggisþýðingu fyrir hinn almenna neytanda ekki síður en að vera trygging fyrir vinnuveitandann og stjórnendur.

Heilsufarseftirlit stjórnenda

Tekin er ítarleg heilsufarssaga, framkvæmd nákvæm læknisskoðun og gerðar blóðrannsóknir m.t.t. ýmissa sjúkdóma. Tekið er hjartalínurit auk annarra rannsókna eftir því sem saga og skoðun gefur tilefni til.