RÁÐGJÖF VEGNA FJARVERU FRÁ VINNU

Fjarvistaskráning - fjarverusamtöl - fjarverustefna - fræðsla fyrir stjórnendur

Það reynist mörgum vinnustöðum erfitt að ná tökum á fjarveru frá vinnu. Margar ástæður geta verið fyrir fjarveru og veikindum starfsmanna og því er mikilvægt að geta kortlagt stöðu viðverumála enda er launakostnaður stærsti útgjaldaliður flestra fyrirtækja.Vinnuvernd aðstoðar fyrirtæki við að ná yfirsýn yfir fjarvistir í fyrirtækinu, mótun fjarverustefnu og framkvæmd fjarverusamtala.


Nýtt skráningarkerfi við fjarvistaskráningu
Vinnuvernd ehf. hefur tekið í notkun nýtt skráningakerfi í tengslum við skráningar fjarvista á vinnustöðum. Meðal þess sem kerfið gefur kost á er að halda sérstaklega utan um þá sem hafa óeðlilega marga fjarverudaga frá vinnu. Stuðst er við Bradford-stuðulinn í þessu sambandi.

Bradford-stuðullinn
Stuðullinn er gagnlegt hjálpartæki til að átta sig á umfangi fjarvista og vægi þeirra. Með því að nýta Bradford-stuðulinn í tengslum við fjarvistaskráningu er hægt að bregðast við fyrr en áður.

Fjarverusamtöl*
Vinnuvernd ehf. býður auk þess upp á fjarverusamtöl fyrir einstaklinga sem eru með tíðar fjarvistir. Fjarverusamtöl eru tekin af vinnusálfræðingi og/eða hjúkrunarfræðing Vinnuverndar. Fjarverusamtöl eru mikilvægt tæki til þess að meta orsakir fjarvista og byggja á þeim leiðir til úrbóta. Samtölin miða að því fyrirbyggja langvinn veikindi og/eða erfiðleika en þannig er hægt aðstoða starfsmenn við að sinna starfi sínu betur, vinna að bættri líðan þeirra og draga úr kostnaði fyrirtækis sem af fjarveru stafar.

Fjarverustefna*
Við aðstoðum fyrirtæki og stofnanir í gerð fjarvistastefnu, þar sem kemur skýrt  fram hver stefna fyrirtækisins er, hvernig vinnustaðurinn bregst við tíðum skammtímafjarvistum sem og langtíma fjarvistum. Með slíkri stefnu getur vinnustaðurinn kerfisbundið unnið að bættu starfsumhverfi. Með skýrri og vandaðri stefnu samhæfir vinnustaðurinn öll viðbrögð sín. Slíkt eykur öryggi þar sem að starfsfólk er upplýst um þær aðgerðir og bjargræði sem eru til staðar hverju sinni.

Fræðsla um viðveru og fjarvistir fyrir stjórnendur
Ráðgjafar Vinnuverndar bjóða upp námskeið fyrir stjórnendur þar sem vinnusálfræðingur
og hjúkrunarfræðingar veita fræðslu um fjarvistir, viðveru og veikindi. Á námskeiðunum
er farið yfir hvernig æskilegast sé að bregðast við veikindum og fjarverum starfsmanna,
hvernig minnka megi tíðni fjarvera á vinnustaðnum og hvernig hægt er að stuðla að farsælli
endurkomu til vinnu eftir veikindi.

Hafðu samband með tölvupósti vinnuvernd@vinnuvernd.is eða í síma 578-0800 og
við veitum frekari upplýsingar.
*Ekki er nauðsynlegt að vera með samning um fjarvistarskráningu til
að nýta sér einstaka þjónustuliði Vinnuverndar ehf. á þessu sviði.


Hafðu samband með tölvupósti vinnuvernd@vinnuvernd.is eða í síma 578-0800 og við veitum frekari upplýsingar.
*Ekki er nauðsynlegt að vera með samning um fjarvistarskráningu til að nýta sér einstaka þjónustuliði Vinnuverndar ehf. á þessu sviði.