SÁLFRÆÐIÞJÓNUSTA

Viðtalsmeðferð sálfræðinga

Sálfræðingar sem starfa á vegum Vinnuverndar hafa víðtæka reynslu af ýmiskonar sálfræðistörfum og þekkja til þeirra vandamála sem geta komið upp á vinnustöðum og hjá starfsfólki.

Þau vandamál geta verið af margvíslegum toga, má þar nefna streitu, kulnun í starfi, einelti, kvíða og þunglyndi. Einnig getur starfsfólk þurft á aðstoð að halda við að byggja upp sjálfstraust og við að auka vellíðan og ánægju í starfi.

Sálfræðingar Vinnuverndar veita einnig ráðgjöf vegna erfiðleikatímabila á vinnustöðum til dæmis vegna skipulagsbreytinga, áfalla eða uppsagna.

Frekari upplýsingar gefur Jakob Gunnlaugsson, jakob@vinnuvernd.is