SKYNDIHJÁLP

Skyndihjálp - 2 klst. námskeið 


Grunnþekking í skyndihjálp er öllum gagnleg, hvort sem er í leik eða starfi. Vinnuvernd býður upp á vinsæl 2. klukkustunda námskeið inni á vinnustöðum þar sem hjúkrunarfræðingur fer yfir grundvallaratriði skyndihjálpar með starfsfólki.

Frekari lýsing

Fræðslan byggir á viðurkenndum aðferðum og er yfirfarin af læknum Vinnuverndar

Farið er yfir rétt fyrstu viðbrögð við bráðum veikindum eða slysi, aðkomu og hvernig skuli meta aðstæður hverju sinni.

Farið er vel í grunnendurlífgun og eftir kennsluna fá allir þátttakendur að spreyta sig á hjartahnoði og blæstri. Kennd eru rétt handtök sem auðvelda til muna viðbrögðin þegar áreynir. Einnig er farið yfir helstu áverka, slys og bráð veikindi


Veggmynd um skyndihjálp

Vinnuvernd hefur til sölu veggmynd með grunnleiðbeiningum í skyndihjálp. Veggmyndina er hægt að fá í tveimur stærðum, A1 og A2. Veggmyndin er plasthúðuð og hentar því vel í hvaða rými sem er.

Hana er hægt að fá á þremur ólíkum tungumálum, íslensku, ensku og pólsku. Veggmyndin er gagnlegt hjálpartæki til að hafa á vinnustöðum, starfsfólki til upprifjunar og kennslu.