TRÚNAÐARLÆKNIR

Trúnaðarlæknisþjónusta gefur stjórnendum möguleika á óháðu mati á veikindum starfsmanna, meðferðarmöguleikum, horfum og starfshæfni.

Eins veitir hún starfsmönnum möguleika á skjótri þjónustu í veikindum sínum og óháðu áliti læknis. Mikilvægt markmið þjónustunnar er að flýta fyrir bata og veita skjóta úrlausn varðandi endurkomu starfsmanna til vinnu.


Hlutverk trúnaðarlækna er margþætt og felst m.a. í því að:

  • Veita stjórnendum ráðgjöf varðandi læknisfræðileg málefni á vinnustað
  • Veita ráðgjöf vegna fjarvista starfsmanna í veikinda- og slysatilfellum, meðal annars varðandi læknisvottorð
  • Gæta hagsmuna starfsmanna varðandi það sem gæti spillt heilsu þeirra í starfi. Trúnaðarlæknir vinnur að greiningu og úrbótum slíkra vandamála í samvinnu við stjórnendur fyrirtækja
  • Veita starfsmönnum ráðgjöf varðandi eigin heilsufarsvandamál og aðstoða við frekari greiningu og meðferð innan heilbrigðiskerfisins

Trúnaðarlæknar geta boðið uppá fasta viðveru fyrir starfsmenn fyrirtækja í Holtasmára 1.

Eitt meginmarkmið lækna Vinnuverndar er að leysa fljótt og vel úr greiningu þeirra heilsufarsvandamála sem upp kunna að koma.

Trúnaðarlæknir er ávallt bundinn þagnarskyldu um málefni starfsmanna og fer í einu og öllu eftir ákvæðum siðareglna lækna og lögum um heilbrigðisstarfsmenn.