Jákvæð samskipti
Fjallað er um mikilvægi jákvæðra samskipta á vinnustað og ólíkar leiðir til þess að takast á við samskiptavanda. Hér er lögð áhersla á samskipti á milli samstarfsfélaga og við yfirmenn, og hvaða áhrif samskipti hafa á starfsanda og vinnustaðamenningu.
- Lengd erindis: 50 mín
Mín leið við streitu
Við höfum öll upplifað streitu enda er það eðlilegt viðbragð líkamans þegar við erum undir álagi. En ef við erum undir stöðugu álagi og streitan verður langvarandi gæti það orðið að vandamáli. Hér fjöllum við um jákvæðar og neikvæðar hliðar streituviðbragðsins, förum í orsakir, einkenni og afleiðingar streitu. Að lokum er farið yfir leiðir til þess að takast á við streitu, bæði sem einstaklingar og sem starfshópur.
- Lengd erindis 50 mín
Kulnun í starfi
Við veitum stjórnendum ráðgjöf og fræðslu þar sem m.a. er farið yfir hvað þau geta gert til þess að hlúa að sínu starfsfólki og hvaða einkennum þau geta verið vakandi fyrir. Einnig bjóðum við upp á einstaklingsmiðaða þjónustu í formi sálfræðiviðtala og fræðslu til minni hópa. Kulnun í starfi getur haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir einstaklinga og vinnustaði. Einkenni kulnunar eru margvísleg og geta til dæmis birst í orkuleysi, örmögnun, skerðingu á hugrænni getu, minni afköst og andlegri fjarveru.
- Lengd erindis 50 mín
EKKO á vinnustöðum
Góð og uppbyggileg samskipti á vinnustað er lykilþáttur í starfsánægju og vellíðan í vinnu. Ýmsar óformlegar venjur geta skapast í samskiptum milli starfsfólks og geta ýmist haft jákvæð eða neikvæð áhrif á starfsanda. Neikvæð samskipti eru ein helsta ástæða fyrir vanlíðan og streitu starfsfólks á vinnustaðnum.
Vinnustaðir eru nú í ríkari mæli að koma sér upp samskiptasáttmála sem eru eins konar leiðarljós í samskiptum og framkomu starfsfólks vinnustaðar. Starfsfólkið sjálft kemur að gerð sáttmálans ásamt stjórnendum og er markmið með sáttmálanum að efla jákvæð og uppbyggileg samskipti á vinnustaðnum, auka traust milli starfsmanna og auka vellíðan.
Vinnuvernd býður upp á aðstoð við gerð samskiptasáttmála með starfsfólki og stjórnendum vinnustaðar. Mikilvægt er að sem flestir taki þátt og geti þannig haft áhrif á það hvernig línur eru dregnar í samskiptum í starfshópnum.
Andleg heilsa
Hér er lögð áhersla á fjóra ólíka þætti sem stuðla að andlegu heilbrigði. Þeir eru svefn, hreyfing, félagsleg samskipti og áhugamál. Farið er yfir hvernig þessir fjórir þættir hafa áhrif á okkar andlegu líðan og hvað við getum gert til þess að bæta lífsgæði okkar enn frekar. Þegar við hlúum að þessum þáttum erum við að stuðla að eigin vellíðan sem smitar út frá sér til annarra í kringum okkur, bæði á vinnustaðnum og heima fyrir.
- Lengd erindis: 50 mín
Að mæta erfiðri hegðun
Ágreiningur getur komið upp á vinnustöðum og er oft leystur á farsælan hátt innan vinnustaðar. Í einhverju tilvikum nær ágreiningur að stigmagnast og verða viðvarandi og erfiður. Það getur haft veruleg áhrif á líðan, starfsanda og starfsgleði á vinnustaðnum. Þá getur verið gagnlegt að fá utanaðkomandi aðstoð frá óháðum aðila til að leiða samtal milli málsaðila í þeim tilgangi að finna einhvers konar sátt.
Vinnuvernd býður vinnustöðum upp á sáttamiðlun og hafa sálfræðingarnir lokið námi í sáttamiðlun hjá Sáttamiðlaraskólanum.
Sáttamiðlun er aðferð þar sem óháður og hlutlaus ráðgjafi aðstoðar starfsmenn sem eiga í deilum að finna lausn á ágreiningi sínum eða erfiðum samskiptum. Sáttamiðlari leiðir samtal milli starfsmanna og aðstoðar þá í að finna sjálfir samkomulag um lausn á ágreiningi. Forsenda fyrir sáttamiðlun er að starfsmenn taki sjálfviljugir þátt og að samtalið fari fram í trúnaði.
Áhrif breytinga
Fjallað er um áskoranir og tækifæri á nýjum tímum og hvaða áhrif breytingar geta haft á líðan fólks. Hvaða leiðum getum við beitt til að halda jafnvægi í vinnu og einkalífi? Sérstök áhersla er lögð á viðhorf, seiglu, samstöðu og liðsheild.
- Lengd erindis: 50 mín