Skráðu þig í lukkuleik Vinnuverndar


-

Þú getur unnið

Heilsufarsskoðun - Silfur


 Hér er um að ræða yfirgripsmikla heilbrigðisskoðun í forvarnaskyni þar sem tekin er blóðprufa, hjartalínurit ásamt mælingum á blóðþrýstingi og púls.

Blóðprufa

Blóðprufa hjá Sameind - læknir fer yfir allar blóðprufu niðurstöður og hjúkrunarfræðingur fer yfir þær með viðkomandi einstakling.

Ráðgjöf og fræðsla hjúkrunarfræðings ásamt eftirfarandi mælingum:

  • Blóðþrýstingur og púls.
  • Hjartalínurit, framkvæmt af hjúkrunarfræðingi, yfirfarið af lækni.
  • Áhættureiknir/mat
  • Yfirferð á niðurstöðum úr blóðprufu

Rafræn skimun á andlegri líðan með spurningalista sem metur einkenni streitu, kvíða og þunglyndis. 

Sálfræðingur yfirfer svörun könnuninar og haft er samband við starfsfólk sem skorar yfir viðmiðunarmörkum í einhverjum flokkum í skimun á andlegri líðan og þeim gefin ráðgjöf út frá niðurstöðum.

Í lok skoðunar fá einstaklingar sínar niðurstöður afhentar, tekur hver skoðun um 40 mínútur.

Viltu vita meira um Vinnuvernd?

Heilbrigðisþjónusta

Á heilbrigðissviði starfa læknar og hjúkrunarfræðingar sem sinna fjölbreyttri ráðgjöf og þjónustu vegna heilbrigðis- og læknisfræðilegra málefni fyrir vinnustaði og starfsfólk þeirra. 

Sálfræði og mannauðsráðgjöf

Sálfræði- og ráðgjafasvið Vinnuverndar býður upp á fjölbreytta þjónustu og ráðgjöf til fyrirtækja, stofnanna og sveitarfélaga um þá þætti í vinnuumhverfi sem snúa að félagslegum og andlegum áhættuþáttum. 

Vinnuumhverfi og líkamsbeiting

Sjúkraþjálfari og iðjuþjálfi starfa á vinnuumhverfissviði og eru viðurkenndir sérfræðingar í vinnuvernd. Sviðið býður upp á fræðslu og fjölbreytta ráðgjöf um vinnuumhverfisþætti. 

Námskeið og fræðsla

Vinnuvernd býður upp á fjölbreytt úrval fræðslu og námskeiða fyrir vinnustaði sem ætlað er að efla starfshæfni, þekkingu og færni starfsfólks í lífi og starfi. Við höfum sérhæft okkur í heilsutengdri fræðslu með þarfir einstaklinga og fjölbreyttra fyrirtækja í huga.