Trúnaðarlæknisþjónusta

Vellíðan í vinnu


Trúnaðarlækningar eru læknisþjónusta sem er tilkomin vegna þarfar á að skapa vettvang fyrir tjáskipti vegna heilsufars og/eða heilsufarsvanda starfsmanna, þar sem gætt er trúnaðar við starfsmann annars vegar og vinnustaðar hins vegar. 


Í því felst að trúnaðarlæknir er tengiliður á milli vinnustaðar og starfsmanns hvað varðar sjúkdóm, áætlaða tímalengd veikindafjarvista, endurheimt starfshæfni og skipulagningu á endurkomu til starfa. Trúnaðarlæknir gætir fyllsta trúnaðar við starfsmann hvað varðar allar upplýsingar um sjúkdóm og önnur heilsufarstengd vandamál. 


Í starfi trúnaðarlæknis eru hagsmunir starfsmanna hafðir að leiðarljósi í samræmi við Codex Ethicus 2021, II. kafli, gr. 11 og Lög um heilbrigðisstarfsmenn 2012 nr. 34, III. Kafli gr. 17.

Athugið þessi þjónusta er aðeins í boði fyrir starfsfólk fyrirtækja sem eru í samningsþjónustu hjá Vinnuvernd.


Meðal hlutverks trúnaðarlæknis:

  • Veita framkvæmdastjóra / mannauðstjóra þjónustu og stuðning í þeim tilvikum sem ástæða er til. 
  • Veita stjórnendum ráðgjöf varðandi læknisfræðileg málefni. 
  • Veita ráðgjöf vegna fjarvista starfsmanna í veikinda og slysaforföllum og meta starfshæfni starfsmanna þegar við á í samræmi við þær reglur sem settar eru í samvinnu við trúnaðarlækni. 
  • Veita starfsmönnum, sé eftir því óskað af stjórnendum, ráðgjöf varðandi eigin heilsufarsvandamál s.s. atvinnutengd vandamál, andleg vandamál og áfengis- og vímuefnavandamál.
     

SENDA FYRIRSPURN