Um Vinnuvernd ehf.

Vinnuvernd og og heilsuefling – vellíðan í vinnu

Vinnuvernd er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig á sviði vinnuverndar og heilsueflingar. Í dag njóta fjölmörg íslensk fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög þjónustu okkar og þeim fjölgar stöðugt.

Vinnuvernd veitir einnig fjölmörgum einstaklingum þjónustu í tengslum við ferðamannabólusetningar, heilbrigðisskoðanir flugmanna og samtalsmeðferð sálfræðinga.

Við erum sannfærð um að þjónusta á sviði vinnuverndar og heilsueflingar sé mikilvægur þáttur í því að auka ánægju og bæta árangur, öryggi, líðan og heilsufar starfsmanna.

Vinnuvernd er stöðugt að þróa nýjar afurðir og efla þjónustu fyrirtækisins. Vinnuvernd ehf. hefur viðurkenningu Vinnueftirlits ríkisins sem fullgildur þjónustuaðili á sviði vinnu- og heilsuverndar.

GILDI VINNUVERNDAR

FAGMENNSKA

Við sýnum viðskiptavinum okkar fagmennsku og leitumst jafnframt við að vera fagleg í öllu því sem við tökum okkur fyrir hendur. Við erum leiðtogar og nýtum þekkingu okkar og færni.

TRAUST

Við byggjum á trausti og gæðum. Við tökum ábyrgð á verkefnum okkar og skipulagi og berum hag fyrirtækisins fyrir brjósti.

SAMVINNA

Við vinnum saman og myndum liðsheild. Við sýnum samstarfsfólki okkar kurteisi og virðingu og leggjum áherslu á vellíðan í vinnu.

SÓKN

Við sýnum metnað og frumkvæði og erum opin fyrir nýjum tækifærum. Við erum framsækið og eftirsóknarvert fyrirtæki sem stefnir hærra.

Til að fá frekari upplýsingar um starfsemi Vinnuverndar ehf. hvetjum við þig að hafa samband.