Samstarfsaðilar

Gáski er rótgróin sjúkraþjálfunar- og heilsuræktarstöð sem rekur nú starfsstöðvar í Bolholti, Ármúla og í Mjódd. Sjúkraþjálfarar Gáska hafa sinnt viðskiptavinum Vinnuverndar í völdum tilfellum. Gáski leggur áherslu á fræðslu, forvarnir og uppbyggjandi æfingameðferð samhliða meðferð sjúkraþjálfara.

Fara á heimasíðu www.gaski.is

Í janúar 2008 gerðu Vinnuvernd og Humus ehf samstarfssamning. Samningurinn er tvíþættur. Annars vegar er Högni Óskarsson, geðlæknir og framkvæmdastjóri Humus læknum Vinnuverndar til ráðgjafar vegna greiningar og meðferðar varðandi geðheilbrigði starfsmanna fyrirtækja í þjónustu Vinnuverndar. Hins vegar er um að ræða samvinnu um gagnkvæma kynningu og markaðssetningu þjónustu hvors aðila fyrir sig.

Fara á heimasíðu www.humus.is

Í maí 2007 gerðu Vinnuvernd og Mannvit verkfræðistofa (þá VGK Hönnun) samstarfssamning um samvinnu á sviði gæða-, öryggis- og umhverfismála. Samningurinn er grundvöllur fyrir víðtæku samstarfi fyrirtækjanna.

Fara á heimasíðu www.mannvit.is