Trúnaður

Starfsmenn Vinnuverndar  gæta trúnaðar í starfi sínu og fara með allar upplýsingar er varða einkahagi einstaklinga, starfsmanna þeirra fyrirtækja sem Vinnuvernd starfar fyrir, hagsmuni fyrirtækjanna og aðrar upplýsingar sem trúnaðarmál. Við mat, skráningu og vistun á upplýsingum er varða heilsufar starfsmanna fellur sá þáttur undir lög um sjúkraskrár nr. 55/2009 með síðari breytingum, lög um heilbrigðisstarfsmenn nr. 34/2012 með síðari breytingum og lög um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000 með síðari breytingum.