Áhættumat starfa

Samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (46/1980) ber atvinnurekandi ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Áætlunin skal meðal annars fela í sér mat á áhættu og áætlun um heilsuvernd.

Við gerð áhættumats eru eftirfarandi þættir skoðaðir:

  • Álag á hreyfi- og stoðkerfi
  • Félagslegur og andlegur aðbúnaður (samskipti, upplýsingaflæði, tímaþröng, streita, einelti o.fl.)
  • Umhverfisþættir (hiti, kuldi, raki, hávaði, lýsing og birtuskilyrði, titringur, dragsúgur, ryk, smitleiðir o.fl.)
  • Efni og notkun hættulegra efna á vinnustað
  • Vélar og tæki

Áætlun um heilsuvernd byggir á niðurstöðum áhættumats og þar koma fram upplýsingar um þær aðgerðir sem þarf að grípa til í forvarnarskyni. Áætlunin á að gefa gott yfirlit yfir áhættu- og álagsþætti sem auðveldar markvisst vinnuverndarstarf og tryggir betri árangur.


Aðkoma Vinnuverndar

Vinnuvernd er viðurkenndur þjónustuaðili Vinnueftirlits ríkisins sem veitir heildstæða þjónustu á sviði öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum.

Vinnuvernd annast:

  • Áhættumat fyrir fyrirtæki
  • Námskeið um framkvæmd áhættumats (t.d. fyrir öryggisnefnd,stjórnendur og aðra starfsmenn)
  • Ráðgjöf við gerð áhættumats í fyrirtækjum

Litið er á, að til þess að áhættumat skili jákvæðum breytingum og þekkingu inn í fyrirtæki sé mikilvægt að virkja bæði starfsmenn og stjórnendur til þátttöku í áhættumatinu.