FÉLAGSLEGUR OG ANDLEGUR AÐBÚNAÐUR

Málefni sem tengjast líðan á vinnustað verða sífellt stærri þáttur í vinnuverndarstarfi.

Kulnun, starfsþrot, einelti, áföll og streita eru viðurkennd vandamál sem víða gera vart við sig á vinnustöðum með ófyrirséðum afleiðingum fyrir starfsmenn og vinnustaðinn í heild. Vinnuvernd hefur sinnt forvarnarstarfi á þessu sviði, veitt ráðgjöf bæði fyrir stjórnendur og starfsmenn þegar vandamál koma fram, auk þess að sinna fræðslu um þennan málaflokk.


Við bendum sérstaklega á eftirfarandi þjónustuþætti, sérsniðna að óskum og þörfum á hverjum tíma.

  • Álags- og streitustjórnun
  • Eineltisáætlun
  • Kannanir – árangursmat
  • Viðtalsmeðferð sálfræðinga
  • Einelti – áreiti
  • Áfallahjálp og sálræn skyndihjálp
  • Fræðsl