Líkamsbeiting og vinnutækni

Þreyta og óþægindi í vöðvum og liðum er mjög algengt vandamál. Ástæðurnar geta verið margvíslegar en oft á tíðum eru til einfaldar lausnir á óþægilegum vandamálum.

Fjallað er um stoðkerfið, líkamsstöðu, líkamsbeitingu og álagseinkenni tengd vinnu.  Rík áhersla er lögð á það sem starfsfólk getur gert sjálft til þess að draga úr líkum á óæskilegu álagi á stoðkerfið.

Við undirbúning fræðslunnar getur starfsmaður Vinnuverndar komið á vinnnustaðinn, fylgist með starfsmönnum við vinnu, tekið myndir og safnað efni sem nýtt er með beinum hætti í fræðsluerindið. Með því verður fræðslan enn markvissari.