MAT Á UMHVERFISÞÁTTUM

INNILOFT - LOFTGÆÐI

Vinnuvernd býður fyrirtækjum og stofnunum upp á mat og ráðgjöf á innanhúsloftgæðum þar sem hita- og rakamælingar fara fram.

Algengt er að starfsmenn kvarti undan innilofti og einkennum sem þeir rekja til þess. Einkennin geta verið þurrkur í hálsi og munni, varaþurrkur, höfuðverkur og fleira.

Lögð er áhersla á að sníða þjónustuna að þörfum hvers fyrirtækis/stofnunar fyrir sig.


HÁVAÐI OG HEYRNARVERND

Hávaði er einn umhverfisþátta sem getur haft hvað mestar afleiðingar á starfsfólk.

Afleiðingarnar geta verið margvíslegar, m.a.

  • Heyrnartap
  • Aukin slysahætta
  • Aukin streita

Vinnuvernd býður upp á mat á hávaða og ráðgjöf um viðeigandi úrlausnir og viðbrögð. Einnig býður Vinnuvernd upp á mælingar og mat lækna á heyrn starfsmanna.

RÁÐGJÖF VIÐ HÖNNUN VINNUUMHVERFIS

Markmiðið er að taka þátt í hönnun og skipulagi á vinnuumhverfi frá grunni en með aðaláherslu á einstaklingana sem eiga eftir að starfa í tilteknu vinnuumhverfi. Þannig getur ráðgjöfin bæði verið gagnleg fyrir hönnuðinn og starfsmanninn þar sem komið er á tengingu þarna á milli.

Reynsla Vinnuverndar er að fyrirtæki geti sparað umtalsverða fjármuni með því að velja þessa leið strax frá byrjun.

Ráðgjöfin getur meðal annars nýst við:

  • Val og/eða staðsetningu á búnaði starfsfólks
  • Nýhönnun og endurhönnun húsnæðis
  • Skipulag vinnu og vinnuferla
  • Hönnun búnaðar, tækja og ýmissa framleiðsluvara