Vinnustaðaúttekt

Vinnustaðaúttekt / Úttektir á vinnuumhverfi

Athugun á vinnuaðstæðum er kerfisbundin athugun á vinnuumhverfi þar sem blandað er saman greiningu á aðstæðum, fræðslu til starfsfólks og ráðgjöf við stjórnendur. Starfsmenn Vinnuverndar hafa framkvæmt mat á vinnuumhverfi í fjölmörgum starfsgreinum á sl. árum.


Við bendum sérstaklega á eftirfarandi þjónustuþætti, sérsniðna að óskum og þörfum á hverjum tíma:

 • Álags- og streitustjórnun
 • Eineltisáætlun
 • Kannanir – árangursmat
 • Viðtalsmeðferð sálfræðinga

 • Einelti – áreiti
 • Áfallahjálp og sálræn skyndihjálp
 • Fræðsla

HÁVAÐI OG HEYRNARVERND

Hávaði er einn umhverfisþátta sem getur haft hvað mestar afleiðingar á starfsfólk.

Afleiðingarnar geta verið margvíslegar, m.a.

 • Heyrnartap
 • Aukin slysahætta
 • Aukin streita

Vinnuvernd býður upp á mat á hávaða og ráðgjöf um viðeigandi úrlausnir og viðbrögð. Einnig býður Vinnuvernd upp á mælingar og mat lækna á heyrn starfsmanna.

MAT Á UMHVERFISÞÁTTUM

INNILOFT - LOFTGÆÐI

Vinnuvernd býður fyrirtækjum og stofnunum upp á mat og ráðgjöf á innanhúsloftgæðum þar sem hita- og rakamælingar fara fram.

Algengt er að starfsmenn kvarti undan innilofti og einkennum sem þeir rekja til þess. Einkennin geta verið þurrkur í hálsi og munni, varaþurrkur, höfuðverkur og fleira.

Lögð er áhersla á að sníða þjónustuna að þörfum hvers fyrirtækis/stofnunar fyrir sig.


RÁÐGJÖF VIÐ HÖNNUN VINNUUMHVERFIS

Markmiðið er að taka þátt í hönnun og skipulagi á vinnuumhverfi frá grunni en með aðaláherslu á einstaklingana sem eiga eftir að starfa í tilteknu vinnuumhverfi. Þannig getur ráðgjöfin bæði verið gagnleg fyrir hönnuðinn og starfsmanninn þar sem komið er á tengingu þarna á milli.

Reynsla Vinnuverndar er að fyrirtæki geti sparað umtalsverða fjármuni með því að velja þessa leið strax frá byrjun.

Ráðgjöfin getur meðal annars nýst við:

 • Val og/eða staðsetningu á búnaði starfsfólks
 • Nýhönnun og endurhönnun húsnæðis
 • Skipulag vinnu og vinnuferla
 • Hönnun búnaðar, tækja og ýmissa framleiðsluvara

VINNUSÁLFRÆÐI RÁÐGJÖF

Vinnusálfræðingur nýtir sér sálfræðilegar kenningar og aðferðir til að vinna með hugsanir, hegðun, líðan og viðhorf á vinnustaðnum.

Vinnusálfræðiráðgjöf tekur meðal annars mið af því að þekkingin sé nýtt við:

 • Fræðslu á vinnustað
 • Einelti/ágreining á vinnustað
 • Greiningu á streitu og inngrips vegna streitu
 • Ráðgjöf til starfsmanna og stjórnenda í flóknari málum
 • Vinnuverndarátök

Markmiðið með þjónustunni er að veita lausnir sem að veita langtíma árangur og spara þannig notendum fjármagn til lengri tíma.

Frekari upplýsingar gefur Jakob Gunnlaugsson,jakob@vinnuvernd.is