Næringarráðgjöf

Fjölbreytt ráðgjöf & fræðsla til fyrirtækja & einstaklinga


Regluleg, fjölbreytt og næringarrík fæða er grunnur i heilbrigði einstaklinga. Hippocrates (460-370 f.Kr) sem oft er nefndur faðir læknisfræðinnar sagði látum matinn vera lyfið og lyfið vera matinn. Með réttu mataræði er hægt að koma í veg fyrir mikið af þeim lífsstílssjúkdómum sem herja á nútímamanninn af miklum krafti.

Vinnuvernd bíður fyrirtækjum og einstaklingum upp á ráðgjöf og fræðslu á sviði næringar frá næringar- og heilsufræðingi

  • Ráðgjöf til mötuneyta og matráða
  • Einstaklingsráðgjöf
  • Næringu og heilsueflingu fyrir vinnustaði - fyrirlestrar

Hér að neðan er hægt að skoða nánar þjónustuframboð næringarráðgjafar heilbrigðissviðs. 

SENDA FYRIRSPURN


Um næringarfræðing


Næringarfræðingur Vinnuverndar er Geir Gunnar Markússon. Geir Gunnar er með mastergráðu (M.Sc) í næringarfræði frá Kaupmannahafnarháskóla og B.Sc. gráðu í matvælafræði frá Háskóla Íslands. Einnig er hann með einkaþjálfaragráðu frá Keili.

Geir Gunnar starfar einnig sem næringarfræðingur hjá Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði.






Ráðgjöf til mötuneyta og matráða


Í mötuneytum fyrirtækja eru ýmsar áskoranir með næringu starfsmanna s.s. með samsetningu matarins til að tryggja sem besta næringu starfsfólk út frá lýðheilsumarkmiðum.

Einnig eru ofnæmi og óþol tengt mat að aukast og getur næringarfræðingur Vinnuverndar aðstoðað stjórendur mötuneyta með sérfæði.






Næringar & heilsuefling fyrir vinnustaði - fyrirlestra



 

Geir Gunnar er með fjölda fræðsluerinda sem hann hefur sett saman eftir því sem ákall hefur verið eftir í þessum málaflokki í samfélaginu á hverjum tíma. Erindin getur hann aðlagað að lengd eftir því hversu djúp vinnustaðurinn vill fara í viðfangsefnið. 

Hér að neðan er að finna stuttar lýsingar á þeim fræðsluerindum sem í boði eru frá honum: 

  • Máttur matarins – Maturinn er grunnurinn í heilbriði

Í þessari fræðslu er farið í það hversu öflugur alvöru matur og næring er í heilbrigði okkar. Einfaldar reglur til að tileinka sér í mataræðinu og praktísk ráð til að auðvelda hollara matarval.

  • Hvers vegna þyngjumst við? 

Ofþyngd og offita er stórt heilbrigðisvandamál á Íslandi í dag. Hér er farið yfir orsakir og leiðir til að halda þyngdinni í skefjum með skynsömum lífsstílsbreytingum.

  • Markmiðasetning í heilsueflingu

Í þessari fræðslu er farið yfir það hvernig setja á sér raunhæf S.M.A.R.T. markmið út frá öllum fjórum þáttum heilsunnar; næringu, hreyfingu, svefn og sálarlífi. Farið yfir bakslagsvarnir og þátttakendum boðið að ræða sín markmið.

  • 10 leiðir að heilbrigði á skrifstofunni

Nútíma skrifstofuumhverfi getur verið mjög óheilsusamlegt og stuðlað að veikindum starfsmann. Farið er yfir 10 praktískar leiðir til að stuðla frekar að heilsueflingu á vinnustað.

  • Mataræði til að draga úr streitu – Mood food

Margir eru að upplifa mikla streitu og í þessari fræðslu er farið yfir leiðir í mataræðinu til að minnka streitu. Hvernig rjúfa á vítahring streitu og sykurs. Hvaða áhrif viss vítamín og steinefni hafa á streitu.

  • Mýtur og ranghugmyndir um næringu og heilsu

Á tímum mikilla upplýsinga er alltof mikið um upplýsingaóreiðu og á það sérstaklega við um næringu og heilsu. Hér eru nokkrar algengar mýtur og ranghugmyndir sem tengjast næringu heilsu hraktar.





Einstaklingsráðgjöf 

 

Á fræðslufyrirlestrum er ekki hægt að ná til allra starfsmanna og því býður Vinnuvernd fyrirtækjum að panta einstaklings næringarráðgjöf fyrir þá starfsmenn fyrirtækja sem óska þess og hafa þörf fyrir það.

Það er ýmislegt í einstaklingsráðgjöf sem ekki er hægt að ræða á fjölmennum fræðslufyrirlestum t.d. bætiefnaráðgjöf , blóðprufur, meltingu, matarfíkn, átröskun og séráherslur einstaklingsins í mataræðinu.