Sáttamiðlun
Ágreiningur getur komið upp innan fyrirtækja eins og annars staðar, og í flestum tilfellum er hægt að útkljá hann innanhúss. Í flóknari málum getur verið gott að hafa utanaðkomandi aðila til þess að aðstoða aðila að ná sáttum. Sálfræðingar Vinnuverndar geta veitt fyrirtækjum slíka aðstoð í formi sáttamiðlunar. Sáttamiðlun er málsmeðferð, þar sem sáttamiðlari aðstoðar einstaklinga við að finna sjálfir lausn á ágreiningi sínum og ná samkomulagi. Sáttamiðlari er ekki ráðgjafi aðila í sáttamiðlun. Hann tekur hvorki afstöðu til ágreinings þeirra né hefur það hlutverk að útkljá hann. Sáttamiðlari leitast við að upplýsa hvers eðlis ágreiningur aðila er, hverjir eru hagsmunir þeirra og þarfir, og hann aðstoðar þá við að koma sjálfir með tillögur að lausn ágreiningsins.
Stuðningur við áföllum
Óvænt og óvelkomin atvik geta átt
sér stað á vinnustöðum og haft áhrif á starfsfólk og jafnvel starfsemi
fyrirtækisins. Ef stjórnendur telja þörf á að fá utanaðkomandi aðila til þess
að veita starfsfólki sálrænan stuðning geta sálfræðingar Vinnuverndar komið á
staðinn. Hlutverk sálfræðinganna er að veita starfsfólki stuðning og fræðslu
varðandi algeng viðbrögð og gagnleg bjargráð. Viðbrögð fólks eru einstaklingsbundin og því bregðast ekki allir eins við sama atburði. Það er í þessum aðstæðum sem einstaklingur getur þurft á sálrænum stuðningi að halda.
Sálfræðingar
Eftirfarandi sálfræðingar okkar sinna sáttarmiðlun og veita stuðning við áföllum, hér gefst þér tækifæri að að kynnast þeim örlítið betur.

Áslaug Kristinsdóttir,
Sálfræðingur
Áslaug utskrifaðist úr Háskóla Íslands með cand.psych gráðu árið 2007 og hefur síðan þá veitt einstaklingum klíníska meðferð og stjórnendum fyrirtækja ráðgjöf og handleiðslu varðandi félagslega og andlega áhættuþætti á vinnustað. Helstu viðfangsefni eru greiningar á starfsumhverfi, sáttamiðlun, ráðgjöf vegna samskiptavanda, stjórnendahandleiðsla, fyrirlestrar/námskeið og einstaklingsstuðningur. Áslaug hóf störf hjá Vinnuvernd árið 2021.

Jakob Gunnlaugsson,
Sálfræðingur
Jakob útskrifaðist sem sálfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2010 með áherslu á vinnu- og klíníska sálfræði. Jakob hóf hjá Vinnuvernd 2016 og hefur í síðan veitt stjórnendum ráðgjöf og handleiðlsu varðandi sálfélagslegt vinnuumhverfi á vinnustöðum auk þess að sinna klínískri meðferð einstaklinga. Helstu viðfangsefni í dag eru ráðgjöf til stjórnenda og fyrirtækja, stjórnendahandleiðsla, vinnustaðatgreiningar og einstaklingsviðtöl.

Sigrún E. Arnardóttir,
Sálfræðingur
Sigrún er klínískur sálfræðingur en hún lauk meistaranámi frá Háskóla Íslands árið 2019. Hún sinnir einstaklingsráðgjöf og stuðningsviðtölum hjá Vinnuvernd ásamt sáttarmiðlun. Hún hóf störf hjá Vinnuvernd árið 2020.