Vinnustaðagreining  

Greining á félagslegum og andlegum áhættuþáttum í starfsumhverfi

Vellíðan í vinnu


Fjölbreytt ráðgjöf í tengslum við andlega- og félagslega þætti í vinnumhverfi, fyrir stjórnendur, starfsfólk og hópa. Við veitum sérstaka ráðgjöf í kjölfar greiningar á starfsumhverfi. Auðveldar þér að vinna markvisst umbóta- og vinnuverndarstarf.

Lagt er mat á andlega- og félagslega þætti í vinnuumhverfi. Áhersla er lögð á vellíðan starfsfólks í vinnu. Greining er oft framkvæmd ef vísbendingar eru um vanlíðan eða óánægju starfsfólks. Færst hefur í aukana að vinnustaðir vilji taka stöðuna á andlegri líðan og starfsánægju sem forvörn og ná þannig að vera með inngrip áður en um raunverulegt vandamál er að ræða.

Nýttar eru tvennskonar aðferðir við framkvæmd greininga á starfsumhverfi sem hægt er að sníða að þörfum vinnustaða hverju sinni:

  • Rafrænar kannanir sem sendar eru út á starfsmannahópinn.
  • Djúpviðtöl þar sem valdir eru ákveðnir einstaklingar úr starfshópnum til þátttöku.


SENDA FYRIRSPURN  

Sálfræðingar

​Eftirfarandi sálfræðingar okkar hafa sinnt þeim vinnustaðagreiningum, hér gefst þér tækifæri að að kynnast þeim örlítið betur. 

Áslaug Kristinsdóttir,

Sálfræðingur

Áslaug utskrifaðist úr Háskóla Íslands með cand.psych gráðu árið 2007 og hefur síðan þá veitt einstaklingum klíníska meðferð og stjórnendum fyrirtækja ráðgjöf og handleiðslu varðandi félagslega og andlega áhættuþætti á vinnustað. Helstu viðfangsefni eru greiningar á starfsumhverfi, sáttamiðlun, ráðgjöf vegna samskiptavanda, stjórnendahandleiðsla, fyrirlestrar/námskeið og einstaklingsstuðningur. Áslaug hóf störf hjá Vinnuvernd árið 2021.

Jakob Gunnlaugsson, 

Sálfræðingur

Jakob útskrifaðist sem sálfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2010 með áherslu á vinnu- og klíníska sálfræði. Jakob hóf hjá Vinnuvernd 2016 og hefur í síðan veitt stjórnendum ráðgjöf og handleiðlsu varðandi sálfélagslegt vinnuumhverfi á vinnustöðum auk þess að sinna klínískri meðferð einstaklinga. Helstu viðfangsefni í dag eru ráðgjöf til stjórnenda og fyrirtækja, stjórnendahandleiðsla, vinnustaðatgreiningar og einstaklingsviðtöl.