Atvinnutengdar heilbrigðisskoðanir

Fjölbreyttar heilbrigðisskoðanir í tengslum við atvinnuréttindi


Sérfræði- og fluglæknar Vinnuverndar bjóða upp á fjölbreytt úrval læknisskoðanna er tengjast starfsréttindum í vissum störfum. Má þar á meðal nefna heilbrigðisskoðanir vegna atvinnuréttinda samkvæmt reglum evrópsku flugmálastofnunarinnar EASE (1178/2011) og eins vegna atvinnu og  starfsréttinda til starfa á sjó samkvæmt reglum Samgöngustofu. 

Einnig bjóðum við upp á heilbrigðisskoðanir tengdum útgáfu heilbrigðisskírteina vegna starfsréttindum á ýmiskonar vinnuvéla samkvæmt reglum Vinnueftirlitsins. 

Hér fyrir neðan er að finna frekari upplýsingar um þær heilbrigðisskoðanir sem eru í boði.

Flugskoðanir

Fluglæknar Vinnuverndar bjóða upp á heilbrigðisskoðanir samkvæmt reglum evrópsku flugöryggisstofnuninnar EASA (1178/2011) vegna útgáfu heilbrigðisskírteina. 

Um er að ræða fjórar mismunandi flokka heilbrigðisskoðanna: 

  • Class I - Atvinnu- & þyrluflugmenn
  • Class II - Einkaflugmenn
  • Class III - Flugumferðastjórar
  • Flugfreyjur & flugþjónar (Cabin crew)

Nánari upplýsingar um hvern og einn flokk ásamt öðrum hagnýtum upplýsingum er að finna hér fyrir neðan.

Mikilvægt er að mæta með persónuskilríki í bókaða tíma

Lesa meira um flugskoðanir  

Heilbrigðisskoðanir sjómenn

Sérfræðilæknar Vinnuverndar bjóða upp á heilbrigðisskoðanir samkvæmt kröfum Samgöngustofu um atvinnuskírteini við ýmiskonar störfum á sjó. 

Um er að ræða þrjá mismunandi flokka heilbrigðisskoðanna: 

  • Atvinnuskírteini fiskiskip, varðskip & önnur skip - STCW-F
  • Atvinnuskírteini farþega & flutningsskip - STCW
  • Skemmtibátar (6 metrar eða lengri)

Nánari upplýsingar um hvern og einn flokk ásamt öðrum hagnýtum upplýsingum er að finna á síðu Samgöngustofu. Mikilvægt er að þeir sem ætli sér að bóka skoðun séu búnir að kynna sér vel hvaða atvinnuskírteini þeir eru að sækja um svo rétt heilbrigðisskoðun sé valin við bókun. 

Mikilvægt er að mæta með persónuskilríki í bókaða tíma

Lesa meira um sjómannaskoðanir

Heilbrigðisskoðanir 

v/ vinnuvéla- & brúkranaréttinda 

Við bjóðum fyrirtækjum og einstaklingum upp á sértækar læknisskoðanir til að öðlast eða endurnýja atvinnuréttindi á vinnuvélar skv.3 mgr. 16.gr á réttindaflokki vinnuvéla A, B-1, B-2, C-1, D-1 og D-2 samkvæmt reglum Vinnueftirlitsins.

Við bjóðum við upp á að læknir og hjúkrunarfræðingur geti mæti á vinnustað og framkvæmi skoðanir ef bókað er fyrir 10 einstaklinga eða fleiri, annars að öllu jafnan fara skoðanirnar annars fram í húsakynnum Vinnuverndar.

Mikilvægt er að mæta með persónuskilríki í bókaða tíma

 Meira um heilbrigðisskoðanir v/ vinnuvélaréttinda