Vinnuumhverfi & líkamsbeiting

Góð þekking er lykilþáttur í áhrifaríku vinnuverndarstarfi


Sjúkraþjálfari og iðjuþjálfi starfa á vinnuumhverfissviði og eru viðurkenndir sérfræðingar í vinnuvernd. Sviðið býður upp á fræðslu og fjölbreytta ráðgjöf um vinnuumhverfisþætti. Meðal þjónustuleiða eru vinnustaðaúttektir, gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði, fræðsluerindi og námskeið.


Sérfæðingar á vinnuumhverfissviði Vinnuverndar hafa hlotið sérfræðiviðurkenningu frá Vinnueftirlitinu til að veita slíka þjónustu, auk þess að hafa starfsleyfi frá Embætti Landlæknis.


Hér að neðan má sjá helstu þjónustuþættina sem við bjóðum upp á.


 SENDA BEIÐNI UM VINNUSTAÐAÚTTEKT EÐA ÁHÆTTUMAT   

ÚTTEKT Á VINNUUMHVERFI
ÁÆTLUN UM ÖRYGGI & HEILBRIGÐI
FRÆÐSLA & NÁMSKEIÐ

Úttekt á vinnuumhverfi

Við bjóðum upp á úttektir á vinnustöðvum starfsfólks sem og ráðgjöf til stjórnenda. Unnið er í samræmi við þau fyrirmæli sem gefin eru með lögum um vinnuvernd nr. 46/1980.

Má þar á meðal nefna vinnustaðaúttektir fyrir:

  • Skrifstofur
  • Iðnaður, framleiðsla & önnur störf
  • Hávaði & lýsing
  • Breytingaráðgjöf og val á búnaði


LESA MEIRA  

Áætlun um öryggi & heilbrigði

Samkvæmt lögum nr. 920/2006 á skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði að tryggja að vinnuverndarstarf fyrirtækisins í heild verði sem markvissast.  Áætlunin á að marka stefnu fyrirtækisins varðandi aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustaðnum. Hún skal gefa gott yfirlit yfir áhættuþætti, sk. áhættumat, og forvarnir til að stuðla að öryggi, heilbrigði og vellíðan starfsmanna. Henni er ætlað að koma í veg fyrir og draga úr hættu á vinnutengdu heilsutjóni og slysum. Áætlun skal einnig fela í sér aðgerðir sem draga úr afleiðingum ef til tjóns kemur.


Afurð vinnunnar er fullbúin áætlun um öryggi og heilbrigði


Við hjá Vinnuvernd erum viðurkenndur þjónustuaðili af Vinnueftirliti ríkisins.


LESA MEIRA

Fræðsla og námskeið

Sérfræðingar á vinnuumhverfissviði sinna fjölbreyttri fræðslu er snýr að líkamsbeitingu starfsfólks og aðlögun vinnuumhverfis. Við bjóðum bæði upp á staðlaða fræðslu og fræðslu sem unnin er sérstaklega fyrir vinnustaði með þeirra þarfir í huga.


Vinnuumhverfissvið býður fræðslu um líkamsbeitingu við skrifstofustörf, líkamleg störf, raddbeitingu o.fl.


Meðal vinsælustu erinda okkar eru:

  • Líkamsbeiting - Skrifstofur
  • Líkamsbeiting - Annarskonar vinnuumhverfi
  • Láttu í þér heyra - raddbeiting & raddheilsa


LESA MEIRA