Vinnustaðaúttekt 

& áhættumat á vinnustöðum

Vellíðan í vinnu


Góð líkamsbeiting er mikilvæg fyrir vellíðan í vinnu. Við sinnum úttekt á vinnuaðstæðum með kerfisbundinni athugun þar sem hver starfstöð er heimsótt. Við höfum aðstoðað fyrirtæki á flestum sviðum atvinnulífsins hvort sem um ræðir skrifstofurými eða iðnaðar- og framleiðslustörf. Vinnustaðaúttekt getur aðstoðað þinn vinnustað að bæta heilsu, fækka fjarvistum og auka afköst starfsfólks.

Áhættumat auðveldar markvisst vinnuverndarstarf og tryggir betri árangur og öryggi. Við hjá Vinnuvernd erum viðurkenndur þjónustuaðili Vinnueftirlits ríkisins. Við veitum heildstæða þjónustu á sviði öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum. 

Samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (46/1980) ber atvinnurekandi ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað.


SENDA BEIÐNI UM VINNUSTAÐAÚTTEKT EÐA ÁHÆTTUMAT   

Vinnustaðaúttekt

Góð líkamsbeiting er mikilvæg fyrir vellíðan í vinnu. Við sinnum úttektum á vinnuaðstæðum með kerfisbundinni athugun. Blandað er saman greiningu á vinnuaðstæðum og verkferlum, fræðslu til starfsfólks og ráðgjöf til stjórnenda. Við höfum aðstoðað fyrirtæki á flestum sviðum atvinnulífsins hvort sem um ræðir skrifstofurými eða iðnaðar- og framleiðslustörf.

Vinnustaðarúttekt getur aðstoðað þinn vinnustað að bæta heilsu, fækka fjarvistum og auka afköst starfsmanna.

Hér fyrir neðan er hægt að skoða nánari lýsingar á nokkrum af þeim verkefnum sem Vinnuvernd hefur unnið að með vinnustöðum.

Skrifstofur

Kyrrsetustörf auka hættuna á ýmsum stoðkerfiskvillum sem hafa áhrif á líðan okkar og framleiðni í starfi. Við bjóðum upp á fræðsluerindi og úttektir á vinnustöðvum starfsmanna sem og ráðgjöf til stjórnenda. Horft er til mögulegra úrbóta sem og nýtingu þess aðbúnaðar sem til staðar er.


Iðn- & framleiðsla

Líkamlega erfið verkefni geta haft mikil áhrif á líðan okkar til lengri tíma og skemmri tíma. Því er mikilvægt að hafa í huga góða líkamsbeitingu, æskilega verkferla og að skapa menningu fyrir notkun léttibúnaðar þar sem við á. Við framkvæmum mat á líkamlegu álagi í iðn- og framleiðslustörfum. Við útfærum verkefnin eftir ykkar þörfum og starfsemi.


Hávaði & lýsing

Lýsing og hljóðvist eru mikilvægir þættir fyrir gott vinnumhverfi. Við bjóðum upp á mælingar og mat á starfsstöðvum vinnustaða. Ólíkar þarfir eftir ólíkum verkefnum.


Breytingaráðgjöf

Við bjóðum upp á ráðgjöf og aðstoð fyrir vinnustaði sem vilja breyta vinnuaðstæðum eða verkferlum. Áhersla er lögð á líkamlegt álag starfsfólks. Mikilvægt er að vellíðan starfsfólks og viðmót viðskiptavina fari saman. Við sinnum ráðgjöf fyrir iðn- og framleiðslustöf sem og skrifstofurými.


Áhættumat á vinnustöðum

Áhættumat auðveldar markvisst vinnuverndarstarf og tryggir betri árangur og öryggi. Við hjá Vinnuvernd erum viðurkenndur þjónustuaðili Vinnueftirlits ríkisins. Við veitum heildstæða þjónustu á sviði öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum.

Samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (46/1980) ber atvinnurekandi ábyrgð á að gerð sé skrifleg áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustaða. Við sinnum gerð áhættumats fyrir vinnustaði, og leggjum áherslu á stoðkerfi, andlegan aðbúnað, umhverfisþætti, notkun hættulegra efna, véla og tækja.

Áhættumat

Vel unnið áhættumat er mikilvægt til að bæta öryggi og vellíðan á þínum vinnustað.

Við sinnum gerð áhættumats fyrir vinnustaði, og leggjum áherslu á stoðkerfi, andlegan aðbúnað, umhverfisþætti, notkun hættulegra efna, véla og tækja.


Ráðgjöf

Vönduð vinna við gerð áhættumats er mikilvæg til að ná árangri.

Við getum aðstoðað þig og veitt ráðgjöf við útfærslur tiltekins efnis eða með áhættumatið í heild, ef þú ert nú þegar að vinna að áhættumati á þínum vinnustað.