Sálfræðiþjónusta
Vellíðan í vinnu
Góð líðan og jákvæður starfsandi eru mikilvægir þættir í því að skapa eftirsóknarverðan vinnustað. Sálfræðiteymi Vinnuverndar býður upp á fjölbreytta ráðgjöf á sviði sálfélagslegra þátta fyrir vinnustaði ásamt því að bjóða upp á sálfræðiviðtöl og handleiðslu fyrir einstaklinga.
Hjá okkur starfa sálfræðingar með fjölbreytta reynslu ekki síst ef horft er til ráðgjafar til vinnustaða. Sérstök áhersla er lögð á að biðtími sé í algeru lágmarki fyrir þau fyrirtæki sem velja að hafa sálfræðiþjónustu í samningsþjónustu hjá okkur.
Notast er við gagnreyndar og viðurkenndar aðferðir í allri meðferð og er sálfræðisvið Vinnuverndar viðurkenndur þjónustuaðili á sviði heilbrigðis og sálfélagslegra þátta af Vinnueftirlitinu.