​Ráðgjöf fyrir vinnustaði

Vellíðan í vinnu


Sálfræðingar okkar eru sérhæfðir í erfiðum samskiptamálum, streitu og kulnun og veita ráðgjöf til stjórnenda og starfsfólks. 

Hér fyrir neðan er að skoða nokkur af þeim fjölmörgu verkefnum sem sálfræðingar okkar hafa unnið að í samvinnu við vinnustaði.


SENDA FYRIRSPURN   

Samskiptasáttmáli

 

Sálfræðiteymið aðstoðar fyrirtæki við að gera svokallaða samskiptasáttmála. Samskiptasáttmáli er samningur sem starfsfólk og stjórnendur gera með sér varðandi samskipti og hegðun á vinnustað. 

Þetta eru eins konar siðareglur og fólk er hvatt til þess að fara eftir þeim. Mikilvægt er að sem flestir á vinnustaðnum taki þátt þegar sáttmálinn er saminn þar sem það eykur ábyrgðartilfinningu starfsfólks fyrir því að fylgja sáttmálanum. 

Hlutverk okkar sálfræðinga er að leiðbeina og aðstoða stjórnendur og starfsfólk við gerð sáttmálans. 


Kulnun í starfi 

 

Kulnun er alvarlegt ástand sem ógnar heilsu starfsmanna. Þó kulnun sé ekki algeng á Íslandi þá er mikilvægt að vinnustaðir tryggi forvarnir á vinnustað til að draga úr líkum þess að starfsmenn lendi í kulnun. Kulnun þróast yfir langan tíma og því eru mörg tækifæri fyrir vinnustaði til að sinna forvarnarstarfi og stuðla að heilbrigðri vinnustaðamenningu þar sem fólk þrífst í starfi. 

Sálfræðiteymi Vinnuverndar býður upp á ýmsa þjónustu á þessu sviði. Meðal annars:  


a) Fræðslu fyrir starfsmenn og ítarlegri fræðslu fyrir stjórnendur 


b)  Einstaklingsviðtöl sem hafa þann tilgang að aðstoða starfsmann/stjórnanda að greina streituvalda, finna leiðir og efla bjargráð til að styrkja sig 


c) Rafrænar kannanir til að meta upplifun starfshóps á álagi og líðan í vinnu. 


Sálrænn stuðningur í kjölfar áfalla/erfiðleikar

 

Stuðningur við starfsfólk er mikilvægur þegar upp koma áföll eða erfiðar aðstæður á vinnustað. Slíkt getur vakið mjög ólík tilfinningaviðbrögð hjá starfsfólki sem erfitt getur verið að takast á við. 


Sálfræðiteymi Vinnuverndar hafa mikla reynslu í að veita starfsfólki sálrænan stuðning í slíkum aðstæðum. 


 Markmiðið er að skapa öruggan vettvang fyrir starfsfólk að koma saman til að veita hvort öðru stuðning,  róa uppnám, fræða um eðlileg viðbrögð í óeðlilegum aðstæðum og veita stuðning og ráðgjöf. 


 Við erum einnig stjórnendum innan handar og veitum þeim ráðgjöf við slíkar aðstæður. 




Viðbragðsáætlanir

​Sálfræðiteymi Vinnuverndar býður fyrirtækjum aðstoð við gerð viðbragðsáætlana gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustað (EKKO). Samkvæmt 65. gr. laga nr. 46/1980 ber atvinnurekendum skylda til þess að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Því er mikilvægt að slík áætlun sé til, að hún sé uppfærð reglulega og að hún sé aðgengileg starfsfólki.

Sálfræðingar

​Eftirfarandi sálfræðingar okkar hafa sinnt þeim ráðgjafastörfum sem nefnd eru hér að ofan, hér gefst þér tækifæri að að kynnast þeim örlítið betur. 

Áslaug Kristinsdóttir,

Sálfræðingur

Áslaug utskrifaðist úr Háskóla Íslands með cand.psych gráðu árið 2007 og hefur síðan þá veitt einstaklingum klíníska meðferð og stjórnendum fyrirtækja ráðgjöf og handleiðslu varðandi félagslega og andlega áhættuþætti á vinnustað. Helstu viðfangsefni eru greiningar á starfsumhverfi, sáttamiðlun, ráðgjöf vegna samskiptavanda, stjórnendahandleiðsla, fyrirlestrar/námskeið og einstaklingsstuðningur. Áslaug hóf störf hjá Vinnuvernd árið 2021.

Inga Valdís Tómasdóttir, 

Sálfræðingur

Inga útskrifaðist með cand.psych gráðu í klínískri sálfræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2022. Hún sinnir sálfræðiráðgjöf til einstaklinga ásamt því að fara með fyrirlestra og fræðsluerindi til fyrirtækja. Hún hefur ástríðu fyrir forvarnarstarfi og því að fræða fólk um hin ýmsu málefni sem tengjast andlegri líðan. Hún hóf störf hjá Vinnuvernd árið 2022.

Jakob Gunnlaugsson, 

Sálfræðingur

​ ​Jakob útskrifaðist sem sálfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2010 með áherslu á vinnu- og klíníska sálfræði. Jakob hóf hjá Vinnuvernd 2016 og hefur í síðan veitt stjórnendum ráðgjöf og handleiðlsu varðandi sálfélagslegt vinnuumhverfi á vinnustöðum auk þess að sinna klínískri meðferð einstaklinga. Helstu viðfangsefni í dag eru ráðgjöf til stjórnenda og fyrirtækja, stjórnendahandleiðsla, vinnustaðatgreiningar og einstaklingsviðtöl.

Sigrún E. Arnardóttir, 

Sálfræðingur

Sigrún er klínískur sálfræðingur en hún lauk meistaranámi frá Háskóla Íslands árið 2019. Hún sinnir einstaklingsráðgjöf og stuðningsviðtölum hjá Vinnuvernd ásamt sáttarmiðlun. Hún hóf störf hjá Vinnuvernd árið 2020. 

Samskiptasáttmáli

 

Sálfræðiteymið aðstoðar fyrirtæki við að gera svokallaða samskiptasáttmála. Samskiptasáttmáli er samningur sem starfsfólk og stjórnendur gera með sér varðandi samskipti og hegðun á vinnustað. 

Þetta eru eins konar siðareglur og fólk er hvatt til þess að fara eftir þeim. Mikilvægt er að sem flestir á vinnustaðnum taki þátt þegar sáttmálinn er saminn þar sem það eykur ábyrgðartilfinningu starfsfólks fyrir því að fylgja sáttmálanum. 

Hlutverk okkar sálfræðinga er að leiðbeina og aðstoða stjórnendur og starfsfólk við gerð sáttmálans. 


Lærðu meira