Fjölbreytt ráðgjöf

Vellíðan í vinnu


Sálfræðingar okkar eru sérhæfðir í erfiðum samskiptamálum, streitu og kulnun og veita ráðgjöf til stjórnenda og starfsfólks. 

Hér fyrir neðan er að skoða nokkur af þeim fjölmörgu verkefnum sem sálfræðingar okkar hafa unnið að í samvinnu við vinnustaði.


SENDA FYRIRSPURN   

Viðbragðsáætlanir

​Sálfræðiteymi Vinnuverndar býður fyrirtækjum aðstoð við gerð viðbragðsáætlana gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustað (EKKO). Samkvæmt 65. gr. laga nr. 46/1980 ber atvinnurekendum skylda til þess að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Því er mikilvægt að slík áætlun sé til, að hún sé uppfærð reglulega og að hún sé aðgengileg starfsfólki.

Samskiptasáttmáli

Sálfræðiteymið aðstoðar fyrirtæki við að gera svokallaða samskiptasáttmála. Samskiptasáttmáli er samningur sem starfsfólk og stjórnendur gera með sér varðandi samskipti og hegðun á vinnustað. Þetta eru eins konar siðareglur og fólk er hvatt til þess að fara eftir þeim. Mikilvægt er að sem flestir á vinnustaðnum taki þátt þegar sáttmálinn er saminn þar sem það eykur ábyrgðartilfinningu starfsfólks fyrir því að fylgja sáttmálanum. Hlutverk okkar sálfræðinga er að leiðbeina og aðstoða stjórnendur og starfsfólk við gerð sáttmálans. 

Kulnun í starfi

Við bjóðum upp á fjölbreytta þjónustu varðandi kulnun í starfi, bæði í fræðslu til starfshópa og móttöku einstaklinga. Fræðslan er í formi fyrirlestra og styttri námskeiða sem henta bæði fyrir stjórnendur og starfshópinn í heild sinni. Innan Vinnuverndar hefur einnig verið sett á fót teymi sem tekur á móti fólki sem telur sig glíma við kulnun í starfi. Í teyminu er trúnaðarlæknir, sálfræðingur og hjúkrunarfræðingur. Hlutverk teymisins er að styðja við einstaklinga, aðstoða þá við að ná utan um vandann, veita þeim ráðgjöf og beina þeim áfram í viðeigandi úrræði. Athugið að Vinnuvernd veitir ekki meðferð við kulnun í starfi.

Stuðningur við áföllum

Óvænt og óvelkomin atvik geta átt sér stað á vinnustöðum og haft áhrif á starfsfólk og jafnvel starfsemi fyrirtækisins. Ef stjórnendur telja þörf á að fá utanaðkomandi aðila til þess að veita starfsfólki sálrænan stuðning geta sálfræðingar Vinnuverndar komið á staðinn. Hlutverk sálfræðinganna er að veita starfsfólki stuðning og fræðslu varðandi algeng viðbrögð og gagnleg bjargráð. Viðbrögð fólks eru einstaklingsbundin og því bregðast ekki allir eins við sama atburði. Það er í þessum aðstæðum sem einstaklingur getur þurft á sálrænum stuðningi að halda.

Sálfræðingar

​Eftirfarandi sálfræðingar okkar hafa sinnt þeim ráðgjafastörfum sem nefnd eru hér að ofan, hér gefst þér tækifæri að að kynnast þeim örlítið betur. 

Áslaug Kristinsdóttir,

Sálfræðingur

Áslaug utskrifaðist úr Háskóla Íslands með cand.psych gráðu árið 2007 og hefur síðan þá veitt einstaklingum klíníska meðferð og stjórnendum fyrirtækja ráðgjöf og handleiðslu varðandi félagslega og andlega áhættuþætti á vinnustað. Helstu viðfangsefni eru greiningar á starfsumhverfi, sáttamiðlun, ráðgjöf vegna samskiptavanda, stjórnendahandleiðsla, fyrirlestrar/námskeið og einstaklingsstuðningur. Áslaug hóf störf hjá Vinnuvernd árið 2021.

Inga Valdís Tómasdóttir, 

Cand.psych

Inga útskrifaðist með cand.psych gráðu í klínískri sálfræði frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2022. Hún sinnir sálfræðiráðgjöf til einstaklinga ásamt því að fara með fyrirlestra og fræðsluerindi til fyrirtækja. Hún hefur ástríðu fyrir forvarnarstarfi og því að fræða fólk um hin ýmsu málefni sem tengjast andlegri líðan. Hún hóf störf hjá Vinnuvernd árið 2022.

Jakob Gunnlaugsson, 

Sálfræðingur

​ ​Jakob útskrifaðist sem sálfræðingur frá Kaupmannahafnarháskóla árið 2010 með áherslu á vinnu- og klíníska sálfræði. Jakob hóf hjá Vinnuvernd 2016 og hefur í síðan veitt stjórnendum ráðgjöf og handleiðlsu varðandi sálfélagslegt vinnuumhverfi á vinnustöðum auk þess að sinna klínískri meðferð einstaklinga. Helstu viðfangsefni í dag eru ráðgjöf til stjórnenda og fyrirtækja, stjórnendahandleiðsla, vinnustaðatgreiningar og einstaklingsviðtöl.

Sigrún E. Arnardóttir, 

Sálfræðingur

Sigrún er klínískur sálfræðingur en hún lauk meistaranámi frá Háskóla Íslands árið 2019. Hún sinnir einstaklingsráðgjöf og stuðningsviðtölum hjá Vinnuvernd ásamt sáttarmiðlun. Hún hóf störf hjá Vinnuvernd árið 2020.