Heildræn heilbrigðis- & velferðarþjónusta

Þar sem hver vinnustaður getur valið úr þjónustuframboði okkar þá þjónustu sem hann telur henta sínum vinnustað sem best

Hjá Vinnuvernd starfar hópur fagaðila og sérfræðinga sem hafa sérhæft sig í þjónustu og ráðgjöf við atvinnulífið. Við vinnum að fjölbreyttum verkefnum sem öll hafa það sameiginlega markmið að veita faglega þjónustu til viðskiptavina okkar. Við sérhæfum okkur í þjónustu og ráðgjöf fyrir fyrirtæki og stofnanir á sviði öryggis og heilsuverndarmála. 


SENDA FYRIRSPURN  

Atvinnutengdar heilbrigðisskoðanir

Trúnaðarlæknisþjónusta
Almenn læknisþjónusta
Sálfræðiþjónusta
EKKO vöktun

Fjarvistarskráning & samtöl

Við bjóðum upp á fjölbreytt úrval þjónustuleiðir í fyrirtækjaþjónustu okkar. Hver vinnustaður sem hefur áhuga á að koma í samningsþjónustu velur þær þjónustuleiðir sem henta þeirra starfsemi sem best, en þær geta verið: 

  • Trúnaðarlæknisþjónusta
  • Almenn læknisþjónusta (læknavakt fyrir starfsfólk) 
  • Sálfræðiþjónusta (viðtöl, stjórnenda handleiðsla & fjölbreytt ráðgjöf)
  • EKKO vöktun og aðstoð og ráðgjöf við gerð viðbragðsáætlanna
  • Fjarvistarskráning & samtöl
  • Atvinnutengdar heilbrigðisskoðanir
  • Aðgengi að annarri þjónustu Vinnuverndar (að bólusetningum undanskyldum) á afsláttarkjörum.
    • Heilsufarsmælingar & ítarlegar heilbrigðisskoðanir
    • Vinnustaðaúttekir & áhættumat
    • Bólusetningar & fíkniefnaprófanir
    • Fræðsla & námskeið ofl. 

Sérfræðingar og starfsfólk Vinnuverndar er til staðar fyrir vinnustaði í samningsþjónustu á hverjum tíma. Stjórnendur starfsstöðva og starfsfólk mannauðssviðs hefur kost á að nýta ráðgjöf, ráðleggingar og leiðbeiningar starfsfólks og sérfræðinga Vinnuverndar í tengslum við velferð og heilbrigði á vinnustað. Með því að vera í samningsþjónustu hjá Vinnuvernd tryggjum við skjótt aðgengi að áðurnefndri þjónustu.  Það er mikilvægur þáttur í starfseminni að geta brugðist hratt við og veitt sértækar upplýsingar, ráðleggingar og brugðist við málum sem koma upp í starfsumhverfi verkkaupa. Ráðgjöfin getur farið fram í gegnum símtöl, fundi eða tölvupóstsamskipti á hverjum tíma.  


Ef þú hefur áhuga á að fá frekari upplýsingar um samningsþjónustu okkar eða aðra þjónustu okkar sem heyrir undir fyrirtækjaþjónustu okkar hvetjum við þig til að senda okkur fyrirspurn um ráðgjafaviðtal.    


SENDA FYRIRSPURN