Almenn læknisþjónusta

Vellíðan í vinnu


Almenn læknisþjónusta Vinnuverndar er þjónustuleið þar sem fyrirtæki í samstarfi við Vinnuvernd bjóða starfsfólki sínu upp á læknisþjónustu í formi opinna tíma. 
Læknar Vinnuverndar taka á móti starfsmönnum á ákveðnum tímum í höfuðstöðvum Vinnuverndar. Fyrir stærri fyrirtæki eða stofnanir sem hafa viðeigandi aðstöðu er mögulegt að læknir mæti á vinnustaðinn á ákveðnum tímum og sinni móttöku þar. 


Læknar okkar vinna að fyrstu greiningu og aðstoða við að koma málefnum starfsfólks í viðeigandi farveg hratt og örugglega. Mismunandi getur verið hver sá farvegur er eftir umfangi og veikindum viðkomandi einstaklings. Mörg málefni eru þess eðlis að þau eru leyst á staðnum en ef læknar okkar telja þörf á frekari rannsóknum eða aðstoð sérfræðinga eða fagaðila, aðstoða þeir viðkomandi við að komast í viðeigandi meðferð.

Athugið þessi þjónusta er aðeins í boði fyrir starfsfólk fyrirtækja sem eru í samningsþjónustu hjá Vinnuvernd.


Meðal hlutverka almennrar læknisþjónustu: 

  • Tryggja starfsfólki aðgang að fyrstu skoðun á heilbrigðisvanda hratt og örugglega.
  • Fyrsta greining á einkennum/veikindum viðkomandi starfsmanns. 
  • Aðstoða við endurnýjun á lyfjum.
  • Aðstoða starfsmann að komast áfram til sérfræðings eða leiðbeina með næstu skref til að tryggja að viðkomandi fái rétta meðhöndlun við þeim einkennum/veikindum sem um ræðir.
     

SENDA FYRIRSPURN