Heilsufarsmat 1-3

Ráðgjöf og fræðsla hjúkrunarfræðings ásamt eftirfarandi mælingum:
• Blóðþrýstingur
• Blóðsykur
• Kólesteról
Mittismál og þyngd (valkvætt)
Starfsmaður fær allar niðurstöður afhentar að skoðun lokinni. Heilsufarsmat 1 tekur um 15 mínútur.

Ráðgjöf og fræðsla hjúkrunarfræðings ásamt eftirfarandi mælingum:
• Blóðþrýstingur
• Blóðsykur
• Kólesteról
• Blóðrauði
Mittismál og þyngd (valkvætt)
Starfsmaður fær allar niðurstöður afhentar að skoðun lokinni. Heilsufarsmat 2 tekur um 15 mínútur.

Ráðgjöf og fræðsla hjúkrunarfræðings ásamt eftirfarandi mælingum:
• Blóðþrýstingur
• Blóðsykur
• Sundurliðuð kólesterólmæling
- Heildarkólesteról - HDL - LDL - Þríglýceríð
- Áhættureiknir/mat
Mittismál og þyngd (valkvætt)
Starfsmaður fær allar niðurstöður afhentar að skoðun lokinni. Heilsufarsmat 3 tekur um 20 mínútur.
Heilsufarsmat 4-5

Ráðgjöf og fræðsla hjúkrunarfræðings ásamt eftirfarandi mælingum:
• Blóðþrýstingur
• Blóðsykur
• Kólesteról
• Blóðrauði
• Hjartalínurit (yfirfarið af hjartalækni)
Mittismál og þyngd (valkvætt)
Starfsmaður fær allar niðurstöður afhentar að skoðun lokinni. Heilsufarsmat 4 tekur um 30 mínútur.

Ráðgjöf og fræðsla hjúkrunarfræðings ásamt eftirfarandi mælingum:
- Blóðþrýstingur
- Blóðsykur
- Blóðrauði
- Hjartalínurit (yfirfarið af hjartalækni)
- Sundurliðuð kólesterólmæling
- Heildarkólesteról - HDL - LDL - Þríglýceríð
- Áhættureiknir/mat
Mittismál og þyngd (valkvætt)
Starfsmaður fær allar niðurstöður afhentar að skoðun lokinni. Heilsufarsmat 5 tekur um 30 mínútur.
Viðbóta mælingar

Við bjóðum einnig upp á nokkrar mælingar sem hægt er að bæta við heilsufarsmat 1-5 eftir mismunandi starfsumhverfi eða áherslum starfshópa:
- Sjónmælingar
- Heyrnamælingar
- Blásturspróf

Við bjóðum einnig upp á viðbót með áherslu á andlega líðan starfsfólks, en um rafræna könnun er að ræða sem unnin er af sálfræðiteymis Vinnuverndar.
- Streita, kvíði og þunglyndi
Ítarlegar heilbrigðisskoðanir 6-7

Um er að ræða yfirgripsmikla heilbrigðisskoðun í forvarnaskyni þar sem tekin er ítarleg heilsufarssaga og fjölskyldusaga með tilliti til krabbameins og annarra sjúkrdóma.
Blóðprufa
- Blóðprufa hjá Sameind - læknir fer yfir allar blóðprufu niðurstöður og hjúkrunarfræðingur fer yfir þær með starfsmanni.
Ráðgjöf og fræðsla hjúkrunarfræðings ásamt eftirfarandi mælingum:
- Blóðþrýstingur og púls.
- Hjartalínurit, framkvæmt af hjúkrunarfræðingi, yfirfarið af lækni.
- Áhættureiknir/mat
- Áhættureiknir/mat
- Yfirferð á blóðprufu
Andleg líðan:
- Rafræn skimun á andlegri líðan með spurningalista sem metur einkenni streitu, kvíða og þunglyndis.
- Sálfræðingur yfirfer spurningalista og haft er samband við starfsfólk sem skorar yfir viðmiðunarmörkum í einhverjum flokkum í skimun á andlegri líðan og þeim gefin ráðgjöf út frá niðurstöðum.
Starfsmaður fær allar niðurstöður afhentar að skoðun lokinni.
Heilsufarsmat 6 tekur um 40 mínútur.

Um er að ræða yfirgripsmikla skoðun í forvarnarskyni. Tekin er ítarleg heilsufarssaga og fjölskyldusaga með tilliti til krabbameins og annarra sjúkdóma. Í skoðuninni er ástand einstaklingsins metið með tilliti til hjarta- og æðakerfis, taugakerfis, meltingarfæra. þvagfæra, öndunarfæra, sýkinga o.fl.
Blóðprufa
- Blóðprufa hjá Sameind
Ráðgjöf og fræðsla hjúkrunarfræðings ásamt eftirfarandi mælingum:
- Blóðþrýstingur og púls
- Hjartalínurit
- Sjón- og heyrnarpróf
- Blásturspróf
- Þvagprufa
Læknisskoðun:
- Læknisskoðun á stoðkerfi, hjarta, lungu, kviður, útlimir ofl.
- Læknir fer yfir allar blóðprufu niðurstöður með starfsmanni.
- Yfirferð á hjartalínuriti
- Áhættureiknir/mat
- Áhættureiknir/mat
Andleg líðan:
- Rafræn skimun sálfræðings á andlegri líðan – einkenni streitu, kvíða og þunglyndis.
- Rafræn skimun sálfræðings á einkennum kulnunar
- Sálfræðingur hittir alla starfsmenn í örviðtali sem hafa svarað rafrænni skimun.
Starfsmaður fær allar niðurstöður afhentar að skoðun lokinni.
Heilsufarsmat 7 tekur um 50 mínútur.
Ítarefni
Blóðþrýstingur
Hækkaður blóðþrýstingur er einn af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma; kransæðasjúkdóma og heilablóðfalls. Háþrýstingur er oft einkennalaus og getur því haft áhrif á einstaklinginn án þess að einkenni komi fram. Tvær tölur eru notaðar til þess að skýra blóðþrýsting. Hærri talan segir til um þrýsting í slagæðum þegar hjartað dregst saman og lægri talan gefur til kynna þrýsting í slagæðum þegar hjartað er í hvíld.
Viðmiðunarmörk háþrýstings eru gildi >140/90 í endurteknum mælingum.
Blóðsykur
Blóðsykur er mældur til þess að skima fyrir sykursýki. Sykursýki er sjúkdómur sem kemur m.a til vegna ónógrar verkunar insúlíns í líkamanum. Við þessar kringumstæður verður of mikið magn af sykri (glúkósa) í blóðinu sem getur með tímanum leitt til skemmda á líffærum, taugum og æðum líkamans.
Kólesteról / Blóðfita
Kólesteról er ein tegund blóðfitu. Allar frumur líkamans þurfa á kólesteróli að halda til að geta viðhaldið eðlilegri starfsemi. Hins vegar getur hátt kólesterólmagn í blóði aukið líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Ef aðrir áhættuþættir eru einnig til staðar, til dæmis hár blóðþrýstingur, erfðir og/eða reykingar, getur það aukið áhættuna á háu kólesteróli. Áhættan af háu kólesteróli eykst enn frekar ef aðrir áhættuþættir eru til staðar t.d. hár blóðþrýstingur, erfðir og/eða reykingar.
Blóðrauði
Blóðrauði er mældur til þess að skima fyrir blóðleysi. Blóðleysi felur í sér skort á rauðum blóðkornum og við það geta komið fram einkenni eins og þreyta og slappleiki. Viðmiðunarmörk blóðrauða eru > 120 fyrir konur og > 130 fyrir karlmenn.
Hjartalínurit
Hjartalínurit er einföld rannsókn sem skráir innri rafvirkni hjartavöðva til að greina hjarta- og æðasjúkdóma. Með hjartalínuriti má greina margs konar vandamál eins og hjartsláttartruflanir, hjartadrep, blóðþurrð, raftruflanir o.fl.
Sjónmæling
Með sjónprófi er sjónskerpa (nærsýni) mæld á hvoru auga fyrir sig með því að ákvarða hversu smáa stafi einstaklingurinn sér úr ákveðinni fjarlægð. Sjónprófað er með HVOT töflu sem er samsett úr 4 bókstöfum. Ef einstaklingurinn notar gleraugu eða linsur skal sjónprófað með gleraugum eða linsum. Einstaklingar sem uppfylla ekki ákveðin skilyrði er vísað til augnlæknis.
Heyrnamæling
Heyrnarmæling er gerð til þess að athuga hvort heyrn sé farin að skerðast og hvers eðlis heyrnarskerðingin er. Ef heyrn telst ekki innan eðlillegra marka er viðkomandi vísað áfram til frekari skoðunar.
Öndunarmæling
Rannsókn sem mælir starfsgetu lungna á einfaldan hátt. Mælingin getur hjálpað til við greiningu á herpu- og/eða teppusjúkdómum í öndunarfærum.
Andleg líðan
Við bjóðum upp á heildræna nálgun í heilsufarsmati og teljum mikilvægt að kanna andlega heilsu samhliða þeirri líkamlegu. Það gerum við með spurningalista (DASS-42) sem metur streitu-, kvíða- og þunglyndiseinkenni. Með því að skima eftir þessu getum við gripið þá einstaklinga sem eru að glíma við andlega erfiðleika og boðið þeim viðeigandi aðstoð.